Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 23
19
mörku, en er skipt í tvær deildir, mjólkurskóladcild
og búuaðarskóladeild. Á Dalum fer kennslan í mjólk-
skólanum að eins fram að sumrinu, en að vetrinum er
kennd almenn búfræði.
Að öðru leyti er fyrirkomulagið á þessum skólum
svipað, bæði hvað snertir kennsluna, námstímann,
kostnaðinn við veruna á skólanum o. s. frv. Kennslan
cr aðallega bókleg; en nemendurnir verða áður að hafa
notið tilsagnar í öllu því verklega á einhverju mjólkur-
búi. Kennarar eru 3 og 4. Námstíminn er 3—5 mán-
uðir. Á Ladelund t. d. byrjar vetrarskólinn 1. nóv.
og endar síðast í marz að aíloknu prófi. Sumarskólinn
stendur yíir í 3 mánuði, frá 1. maí til loka júlímánað-
ar. Kennslustundir í skólanum á Ladelund að vetrin-
um cru þessar: Efnafræði 70 stuudir, eðlisfræði 70 st.,
teikning 60 st., leikfimi 1 st. á dag, almennur reikn-
ingur 60 st., dönsk rjettritun 60 st., gerla-fræði („Bak-
teriologi“) 25 st., dönsk búnaðarsagal5 st., búpeniugs-
rækt 105 st., mjólkurfræði 90 st., um mjólkurvjelar 25
st., reikningsfærsla viðvíkjandi mjólkurbúum 135 st.,
vcrklegar æfingar 50 st. Kennslutími á dag er vana-
7—8 stundir. Að sumrinu er kennt flest hið saina,
nema almennum búreikningi er sleppt, sömuleiðis rjett-
ritun og teikning. Nemendurnir fá fæði og húsnæði
á skólunum gegn því að borga 35—40 kr. um mánuð-
inn. Þess utan verða þeir að leggja sjer til rúinföt,
ljós (að vetrinum), þjónustu, bækur, ritföng o. s. frv.
Tala nemenda er nokkuð mismunandi; en þeim fjölgar
stöðugt, sem skólana sækja. Skólana sækja vanalega
inenn á aldrinum frá 18 til 26 ára. Skólarnir áLade-
lund og Dalum eru aðallega fyrir pilta, en skólinn á
Ríp er saineiginlegur fyrir pilta og stúlkur.
a*