Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 111
107
Til þess að hella lyfinu inn í júgrið, þarf maðnr
að hafa þessar tilfæringar: Glertrekt, kautsjúk-pipu,
er sje um 40 þml. löng, og ofurlitla málmpípu til þess
að stinga upp í spenann (mjólkur-pípu, Mælke-kateter).
Er þetta þrennt fest saman og joðkalíuin-vatninu hellt
í trcktina og henni lypt eins hátt upp og kautsjúk-píp-
an leyfir og rennur þá vökvinn liðugt inn í spenann.
Sumir dýralæknar álíta betra, að blanda vökvann lopti
og er það hægtast á þann hátt, að láta kautsjúk-píp-
una tæmast við og við og fyilast af lopti; næsti skammt-
ur rekur þá það lopt, sem í pípunni er, á undan sjer
inn í júgrið.
Það sem einkum og sjer í lagi er áríðandi við
þessa lækninga-aðferð er að gæta þess, að engar bakt-
eríur komist inn í júgrið, og er það opt vandinn mest-
ur. E>að gefur að skilja, að ekki getur alltaf verið
gott að gæta hins afar-nákvæma hreinlætis, sem með
þarf, þar sem fjósin eru eins óhrein og óþokkaleg, eins
og allir vita, og þar við bætist, að sjúklingurinn liggur
máttlaus með júgrið í saurnum eða að minnsta kosti
meira eða minna atað. Því fremur verða menn að
gæta þessa nákvæmlega, sem mjög hætt er við, að kýr-
in að öðrum kosti fái illkynjaða júgurbólgu, sem ann-
aðhvort ríði henni að fullu, eða gjöri hana óhæfa 'til
mjólkur, og væri eigandinn þá litlu bættur, þótt doð-
inn batnaði. Með tilliti til þessa, er þá bezt að hella
lyfinu inn í júgrið, meðan kýrin getur staðið, því að þá
er bæði hægara að mjólka hana og hreinsa júgrið og
spenana. Sje hún aptur orðin svo máttlítil, að hún geti
ekki staðið, verður bezt að leggja hana alveg á aðra
hliðina og toga út undan henni alla fætur; þá næst
bezt til júgursins.
Þegar búið er að mjólka kúna, skal þvo júgrið,