Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 106
102
býr hún til mjólk, en við þetta starf myndast líka ýms
skaðleg efni, sem fara burt með þvaginu og saurnum.
Breyting sú, sem verður á næringarefnum og súr-
efninu í hverri frumlu, er kölluð efnabreyting (Stof-
skifte). Skaðlegu efnin (,,eitrið“), sem myndast við
efnabreytinguna safnast ekki í kringum frumluna; þau
fara jafnharðan aptur út í blóðið og berast burtu með
því, þangað til þær frumlur*) taka við þeim, sem hafa
það hlutverk á hendi, að eyðileggja þau eða koma þeim
burtu úr líkamanum. Þegar allt gengur sinn vanalega
gang og fullkomið jafnvægi og samræmi er milli allra
líffæra skepnunnar, gætir ekki þessara eiturefna, sem
myndast við efnabreytinguna, enda er þeim þá eytt
eptir hendinni af þeim frumlum, sem þann starfa hafa,
og verða þau skepnunni því ekki til meins. Hverflþará
móti jafnvægið á þann hátt, að blóðið fer snögglega og
ákaft að streyma til einhvers líffærisins, er hætt við að
það eiturefni, sem myndast í því sama líffæri, aukist
svo mjög, að líkaminn haft ekki við að eyða því og
heldur það þá áfram að hringsóla með blóðinu og eykst
stöðugt. Skepnan verður þá voik; fær blóðeitran.
Bptir þessar almennu athugaseindir, skulum vjcr
nú snúa oss aptur að málefninu, sem sje orsök doðans.
Eptir burðinn verður áköf breyting á blóðrás kýrinnar;
hafi burðurinn gengið vel, dregst legið fljótt saman og
getur því ekki rúmað nema mjög lítinn hluta af því
blóði, sem áður gekk til þess og fóstursins. Eptir nátt-
úrunnar gangi á nú kálfurinn að sækja næringu sína
til júgursins og er það því eðlilegt, að það blóð, sem
*) í>að cru einkum lifrarfrumlurnar, sem hafa ]iað starf, að
eyðileggja ýms eiturefni, er inyndast í líkamanum, eða hreyta þcim í
önnur efni, sem skepnunui cru gagnlog, og er mest af gallinu þann-
ig til orðið.