Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 45
41
afarmikla framför, ef þessar skilvindur yrðu almonnar,
og álíta, að með því sje smjörverkunin komin í gott
horf. Því skal heldur ekki ncitað, að notkun skilvind-
unnar sje töluverð framför eða umbót frá því ástandi,
sem nú er, en eigi er hún samt oinhlít til þess að bæta
smjörverkunina almennt. Hún fullnægir ekki þeim
kröfum, sem gerðar eru til smjörsins eða smjörvcrkun-
arinnar, þegar á allt er litið, og sízt af öllu, þá er
hugsað væri um sölu á smjöri til útlanda. Fyrst er
þess að gæta, að það mundi seint eða máske aldrei, að
almenningur oignaðist skilvindu, það er hver einstakur
búandi, og nægir það eitt til þess að sýna, að skilvind-
an ein út af fyrir sig, hvað góð, sem hún annars kann
að vera, er eigi þess megnug, að geta fullkomlega bætt
eða umskapað það ástand, sem nú er. Til þess þarf
margt fleira og mun það síðar athugað. Ef gert væri
nú ráð fyrir því, að skilvindan yrði almennt keypt, og
að hún á skömmum tíma kæmist svo að segja inn á
hvert heimili, þá mundi það talin, af mörgum, mikils-
verð framför. En þá kemur annað til greina, og það
er lcostnaðurinn. Setjurn dæmi: Það er sveitarfjelag
með 60 búondum, og hafa þeir allir eignast skilvindu
og strokk af tilsvarandi stærð. Hver skilvinda kostar
125,00 eða til samans fyrir alla svcitina (125X60) =
7500 kr. Hver strokkur kostar kr. 40,00 eða til sam-
ans (60X40) = 2400 kr.; það verður samtals (7500X
2400) = 9900 kr. eða sem næst 10,000 kr.
Skilvindan og strokkurinn kosta því hvern búanda
til sarnans kr. 165,00; en alla sveitina nálægt 10,000
kr. Gerum nú ennfremur ráð fyrir að hver þessara
60 bænda eigi til jafnaðar 5 kýr, eða allir til samans
300 kýr alls. Hver kýr mjólkar til jafnaðar 4 potta
á dag í 300 daga, eða 1200 potta yfir árið, sem þó i