Búnaðarrit - 01.01.1899, Blaðsíða 114
110
Það hefur afar-mikla þýðingu í þessu efni og yfir
höfuð fyrir góðan árangur af þessari lækningaaðferð,
að sjúlclingurinn sje teJcinn til meðferðar svo Jljött sem
auðiS er, eptir að farið er að bera á máttleysinu. Því
fyrr sem það er gjört, því fyrr standa kýrnar upp og
verða heilbrigðar, en því lengur sem það dregst, því
meira safnast af eitri í blóðið og geta þá ýms líffæri
orðið fyrir svo miklurn hnekkjum, að ekki standi til
bóta.
Þess var getið hjer að framan, að áður fyrr drap
doðinn um 50°/0 eða helming allra þeirra kúa, sem
sjúkar urðu, og auk þess fórust um 10% úr lungna-
bólgu. Síðan farið var að viðhafa þessa nýju lækn-
ingaaðferð, hafa drepizt að eins um 10% úr doðanum
sjálfum og um 2,5% úr lungnabólgu. Auk þess hafa
drepizt eða verið drepnar 0,9 % sökum júgurbólgu, er
leitt hefur af lækningaaðferðinni. Þannig hefur dánar-
talan af völdum doðans minnkað úr 60 niður í 13—14
af hverju hundraði, og er það stórkostleg framför. Vera
má að dánartalan gæti færzt ennþá lengra niður, ef
þess væri alltaf kostur, að taka sjúklingana nógu
snemma til lækningar. Lítt hugsanlegt er það þó, að
allir sjúklingarnir yrðu læknaðir af doðanum, því að
bæði er það, að eiturmyndunin er stundum svo megn
og áköf, að ekki er hægt rönd við að reisa, og svo eru
stundum þess kyns kvillar í suinum inuri líffærum
skepnanna, að þeir annaðhvort verða dauðlegir, þegar
doðinn bætist við, eða þeir eru því til hindrunar, að
þau sömu líffæri geti unnið að því, að eyða doðaeitrinu.
Sjúkdómar í lifrinni og hjartanu er þannig mjög hættu-
legir. Að því er lungnabólguna snertir, mundi tala
þeirra sjúklinga, sem hana fá, minnka að mun, ef var-
ast væri að gefa doða-kúnum inn, hella í þær, meðan