Hugur - 01.06.2002, Síða 63

Hugur - 01.06.2002, Síða 63
Refir og broddgeltir, dýrlingur og snákur Hugur gerð.44) Það er ekki hugurinn sem steypir alla reynslu í mót sín eins og hjá Kant. Það er málið sem við beitum. Vísindin eru afstæð við málið sem við notum þegar við komum orðum að kenningum þeirra. Nú vill svo til að þessi málhyggja er fyrirferðarmikið viðfangsefni hjá bæði Quine og Anscombe. Og um þetta efni eru þau að miklu leyti á einu máli. En ég verð að leiða hjá mér mörg einstök atriði í atlögum þeirra að þeim vanda. Hjá Quine fara átökin við málhyggju Carnaps einkum fram á vettvangi rökfræði og stærðfræði, og varða þá efni eins og undirstöður stærðfræðinnar, þar á meðal mengjafræðitúlkun á stærðfræði í samanburði við aðrar túlkanir. 45 En eitt get ég sagt. Hér er höfuðtæki Quines merkingarfræði hans. Með því að hyggja vandlega að þýðingum af einu máli á annað, og beita brigðhyggju sinni um þýðingar, leiðir hann í ljós að táknin í hvaða máli sem vera skal hafi ekki greinanlega merkingu í þeim skilningi sem Carnap þarf á að halda ef málhyggja hans á að ganga upp. Segja má að Quine snúi efasemdum Carnaps um frumspekilegar staðhæfingar („efnislegir hlutir eru veruleiki“, „tölur eru veruleiki") upp í sams konar efasemdir um málkerfisfræði Carnaps. Þar með er afstæðis- kenning Carnaps hrakin. Eftir stendur hjá Quine annars konar af- stæði sem hann kallar „afstæði við orðabækur“ eða „tilvísunaraf- stæði“ (e. ontological relativity).46 En þetta afstæði reynist vera næsta meinlaust, og það kann að vera hægt að komast alveg hjá því.47 Anscombe fjallar meðal annars um málhyggju um siðferðileg efni eins og reglur, réttindi og loforð.48 Hér fellst hún á eins konar mál- hyggju, og leiðir í ljós hvað í henni felst. Það reynist vera eitt og ann- að sem kveikir nýjar heimspekilegar gátur. Til dæmis eru loforð og reglur bersýnilega náskyld fyrirbæri. En loforð er ævinlega orðað með einhverjum hætti, meðan regla er skilningur sem þarf ekki að birtast í orðum. Þetta kveikir fróðlegar spurningar um orð og merkingu yfir- 44 G.E.M. Anscombe: „The Question of Linguistic Idealism" í Collected Philosop- hical Papers I: From Parmenides to Wittgenstein, 112-133. 45 Sbr. George D. Romanos: Quine and Analytic Philosophy, 41-76. 46 W.V.O. Quine: „Ontological Relativity" í Ontological Relativity and Other Ess- ays og Pursuit ofTruth, 51-52. 47 Donald Davidson: „The Inscrutability of Reference" í Inquiries into Truth and Interpretation, Clarendon Press, Oxford 1984, 227-241. 48 G.E.M. Anscombe: „The Question of Linguistic Idealism" í Collected Papers I, einkum 118-120, og „Rules, Rights and Promises" í Collected Papers III: Et- hics and the Philosophy of Religion, 97-103. Sbr. líka Þorstein Gylfason: „Er eignaréttur náttúrlegur“ í Afmælisriti: Þór Vilhjálmsson sjötugur 9. júní 2000, Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 2000, §7. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.