Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 116
Hugur
Svanborg Sigmarsdóttir
indasáttmálar Sameinuðu Þjóðanna sníða þeim og í það form sem
best er talið henta. Þau réttindi sem við teljum til mannréttinda eru
einungis dæmi um hvers við getum krafist okkur til handa en þau eru
ekki nauðsynleg réttindi, þar sem aðrar leiðir eru færar til rökstuðn-
ings þeim en nú eru ríkjandi. Vegna þess rúms sem umræðan um
mannréttindi tekur, ekki síst í alþjóðastjórnmálum og alþjóðasam-
skiptum þar sem t.d. krafan um afdráttarlaust sjálfræði ríkja virðist
vera að víkja fyrir kröfum um íhlutun alþjóðasamfélagsins til að
tryggja að mannréttindi séu virt, er vert að staldra við öðru hvoru og
velta fyrir sér hver þróun þeirra hefur verið og hverja við teljum hana
eiga að vera. Þetta á ekki síður við einmitt núna, þegar vestræn sam-
félög standa frammi fyrir því að endurmeta hvernig eigi að samræma
annars vegar kröfuna um verndun öryggis borgaranna og hins vegar
kröfuna um verndun réttinda þeirra.
Uppruni mannréttinda og klassísk gagnrýni
Upphaf mannréttindakenninga hefur verið kennt við Locke og frjáls-
lyndiskenningar stjórnmála, tvær gerðir kenninga sem hafa haldist í
hendur allt til okkar tíma.2 Kenningar Thomasar Hobbes
(1588-1679) og Johns Lockes (1632-1704) um samfélagssáttmála
gerðu kennismíðar um réttindi einstaklingsins mögulegar. Megin-
breytingarnar sem urðu þar á, ef miðað er við eldri kenningar, eru
annars vegar áherslurnar á einstaklinginn sem grunneiningu samfé-
lagsins og hins vegar áherslurnar á að allir menn séu fæddir jafnir.
Þrátt fyrir að Hobbes hafi fyrr komið til sögunnar með kenningu sem
grundvallaðist á náttúrurétti, þykir hann líklega of öfgakenndur til
að vera nefndur sem upphafsmaður mannréttinda. í kenningum hans
eru skyldur þó undirokaðar af réttindum en ekki öfugt líkt og hjá
Locke. Samkvæmt Hobbes eru réttindi jafnframt ótakmörkuð og ekki
leidd af vilja Guðs.3 Kenningar Lockes hafa aftur á móti þurft á
2 Sumir, eins og t.d. John Finnis, halda því fram aö náttúruleg réttindi sé mun
eldra hugtak og til að skilja það eigi t.d. að skoða betur verk Tómasar frá Ak-
vínó og þá sérstaklega Summa Theologica. Sjá 1980 Natural Law and Nat-
ural Rights. Clarendon Press, Oxford og 1998 Aquinas; Moral, Political, and
Legal Theory. Oxford University Press, Oxford. Ég tel að frá náttúrurétti
Tómasar frá Akvínó sé í raun aðeins hægt að leiða skyldur borgaranna gagn-
vart hinu veraldlega og andlega valdi, en engin réttindi.
3 Thomas Hobbes 1651. Leviathan (Ritstj. Richard Tuck). Cambridge Univer-
sity Press, Cambridge, 1996. Sérstaklega 14. kafli: „Náttúruleg réttindi, sem
114