Hugur - 01.06.2002, Page 117
Mannréttindi: Pólitík eða lögfræði?
Hugur
nokkrum umbótum að halda til að lifa af guðlausan kenningaheim
nútímans. Þó að flestir frjálslyndissinnar líti til Lockes með mikilli
virðingu fást þeir ómögulega til að samþykkja að grundvöllur mann-
réttinda sé því háður að einstaklingar séu eign Guðs, það sé því meg-
inskylda manna að að verja eignir hans og slíkt sé best gert með því
að fastbinda ákveðin réttindi.4
Grundvallarþættir fijálslyndiskenninga um réttindi, frelsi og hlut-
leysi ríkisvaldsins hafa ekki breyst þó að þeir birtist nú í veraldlegu
formi og allar tilvísanir til trúarbragða eða Guðs hafi verið felldar
niður. Spurningin er því sú, hvaða kjarni, annar en skyldur við Guð
geti verið uppistaða slíkra kenninga eða hvort slíkt geti yfirleitt ver-
ið til staðar. Sá stofn sem leitað hefur verið til hefur annað hvort ver-
ið byggður á náttúru eða eðli mannsins, eða á einhvers konar frum-
speki sem segir okkur hvert hið Góða, eða Rétta er. Allt frá því að Nie-
tzsche lýsti yfir dauða guðs og Heidegger lýsti yfir dauða frumspek-
innar í „Bréfi um húmanisma“ hafa miklar efasemdir verið um að ein-
hvern Arkímedesarpunkt sé að finna sem slík frumspeki kreíjist.5
Annar þáttur sem fijálslyndisstefnan hefur haldið í er að allir hlutar
kenningarinnar séu algildir, þar með talið kenningin um mannrétt-
indi. Því telja fijálslyndissinnar að þau réttindi sem talin eru upp séu
í raun til, þ. e. að hægt sé að gera kröfur í nafni þeirra, hvort sem þau
tilheyra landslögum eður ei.
Gagnrýni á mannréttindi er ekki ný af nálinni, ekki hvað síst á
heimspekilegan eða kenningarlegan grundvöll þeirra. T.d. má minn-
ast Edmunds Burkes en harkaleg gagnrýni hans á „Frönsku yf-
irlýsinguna um réttindi manns og borgara“ byggist á því að þau rétt-
indi sem þar er lýst séu ekki „alvöru“ réttindi, heldur draumsýn eða
tálsýn hugsjónamanna sem einungis eyðileggja hin einu sönnu rétt-
indi manna, þ.e. borgararéttindi hvers lands sem það ver með lögum
eru yfirleitt kölluð Jus Naturale, eru það frelsi sem hver maður hefur, til að
nota sitt vald að eigin hentisemi, til að verja eigin náttúru, það er að segja,
eigið líf, og af því fylgir að gera hvað það sem eigin dómgreind og skynsemi,
hann skilur vera besta leiðin til að ná því takmarki ... Það fylgir, undir slík-
um kringumstæðum, að hver maður hefur rétt til alls, jafnvel til líkama ann-
arra.“ Bls. 91 (mgr. 64)
4 John Locke 1690. Two Treatises of Government (ritstj. W.S. Carpenter).
Everyman’s Library; London, 1984. Bók 2, 2.kafli
5 Martin Heidegger 1978. „Letter on Humanism" í Basic Writings from Being
and Time (1927) to The Task ofThinking (1964) (ritstj. David Farell Krell).
Routledge og Kegan Paul, London og Henley.
115