Hugur - 01.06.2002, Page 123
Mannréttindi: Pólitík eða lögfræði?
Hugur
lega siðferðileg afstaða eða réttindi sem slík. Þetta þýðir ekki að
mannréttindi séu slæm í sjálfu sér, heldur einungis að þau séu póli-
tísk en ekki náttúruleg eða eðlislæg. Það þýðir að réttindi eru nokk-
uð sem við eða að minnsta kosti forfeður okkar hafa ákveðið að veita
okkur. Þau eru því breytileg og fara eftir kröfum okkar hverju sinni.
Mannréttindi hafa oft verið dregin í efa á þeim forsendum að í því
felist frekja að krefjast þeirra sér til handa; þau séu réttindi sem við
heimtum án þess að hugsa um skyldurnar sem í þeim felist. Milan
Kundera túlkar þau t.d. sem kröfur um að þrár okkar séu uppfylltar.
Þegar við viljum eitthvað, þá sé það orðinn réttur okkar að fá það sem
við viljum.18 Þegar fulltrúar vestrænna ríkja gagnrýna önnur ríki fyrir
að vera ekki nægilega lýðræðisleg og fyrir að virða ekki mannréttindi,
gagnrýna fulltrúar þeirra vestræn ríki fyrir að einblína um of á ein-
staklinginn og kröfur hans til samfélagsins, án þess að leiða hugann
jafnframt að samþættandi skyldum. Ef kröfur okkar um mannréttindi
eins og við þekkjum þær í dag hafa samverkandi áhrif á þróun einstak-
lingshyggju sem hefur skaðleg áhrif á samfélagið er hugsanlega kom-
inn tími til að endurskoða hvers konar réttindi við viljum hafa.
I lokin má því spyrja hvort mannréttindi geti haft slæm áhrif á vest-
rænt lýðræði og stjórnmál?
Robert Dahl og Jeremy Waldron hafa báðir gagnrýnt stjórnarskrár-
bundin mannréttindi á þeim forsendum að þau séu ólýðræðisleg.19
Stjórnarskrárbundin mannréttindi leiða til þess að mun erfiðara er
en ella að breyta þeim réttindalögum sem til eru. Réttindalög hafa
orðið „ósnertanleg“ í þeim skilningi að allar breytingar verði að vera
viðbætur en öll umræða um að fella slík lög úr gildi sé eins konar
„tabú“. Af því leiðir að lagaleg umsvif í mannréttindaumræðu aukast,
en vegna „ósnertanleika“ þeirra fækkar bæði þeim málefnum sem
hægt er að fjalla um á lýðræðislegan hátt og þeim valmöguleikum
sem við höfum til úrlausna deilna . Hér er ætlunin aftur á móti að
fylgja Chantal Mouffe.20 Hún heldur því fram að mannréttindi og um-
ræða um þau séu farin að þrengja um of að stjórnmálaumræðu. I raun
má segja að þrengt sé að á tvennum vígstöðum. Annars vegar með
18 Milan Kundera 1991. Immortality. Faber and Faber, London og Boston.
19 Sjá umræðu um þessa umræðu í Michael Freeman. 2001. „Rights“, í Encyc-
lopedia of Democratic Thought (ritstj. P. B.Clarke and J. Foweraker) Routled-
ge, London. Albert Weale 1999. Democracy. MacMillan, Basingstoke. Peter
Jones 1994. Rights. MacMillan, Basingstoke.
20 Chantal Mouffe 2001. For an Agonistic Public Sphere. Fyrirlestur haldinn í
University of Essex.
121