Hugur - 01.06.2002, Page 153
Reynsluvélin
Hugur
Við áttum okkur á því að fleira skiptir okkur máli en reynsla um
leið og við ímyndum okkur reynsluvél og gerum okkur svo ljóst að við
myndum ekki nota hana. Við getum haldið áfram að hugsa upp nýjar
og nýjar vélar sem hver um sig bætir einhverju við þá sem á undan
fer. Við getum til dæmis, úr því að reynsluvélin svarar ekki löngun
okkar til að vera einhvernveginn, látið okkur detta í hug að til sé um-
myndunarvél sem getur umbreytt okkur í hvaða tegund manneskju
sem við óskum okkur (að því gefnu að við værum við sjálf áfram
þrátt fyrir ummyndunina). Varla myndi maður nota ummyndunar-
vélina til að verða eins og maður vill vera og tengja sig svo við
reynsluvélina að því loknu!2 Þannig að það er eitthvað sem skiptir
máli til viðbótar við reynslu manns og við það hvernig maður er.
Astæðan er ekki heldur einungis sú að reynsla manns sé ótengd því
hvernig hann er. Því að það má hugsa sér að reynsluvélin sé tak-
mörkuð við reynslu sem er möguleg fyrir þá tegund af manneskju
sem er tengd. Er málið að við viljum láta eitthvað af okkur leiða í
heiminum? Hugleiðum úrslitavélina sem kemur til leiðar hverju því
sem maður vildi koma til leiðar í heiminum og bætir framlagi hans
við verk sem unnin eru með öðrum. Við skulum ekki fara nánar út í
öll heillandi smáatriði þessarar vélar eða annarra. Það sem okkur
finnst truflandi við þær er að þær lifa lífum okkar fyrir okkur. Erum
við á villigötum þegar við litumst um eftir tilteknum hlutum fram yf-
ir það sem vélarnar eru hæfar til að gera fyrir okkur? Kannski höf-
um við löngun til að lifa (sögn í germynd) sjálf, í tengslum við veru-
leikann. (Þetta geta vélar ekki gert fyrir okkur.) Án þess að grafast
frekar fyrir um hvað þetta getur leitt af sér, en það held ég að teng-
ist á óvæntan hátt spurningum um frjálsan vilja og orsakaskýring-
2 Sumir mundu alls ekki nota ummyndunarvélina, að tengjast henni er eins
og að svindla. Hinsvegar mundi ein tenging við ummyndunarvélina ekki
koma í veg fyrir að maður þyrfti að taka á, enn væru hindranir sem við
þyrftum að glíma við og með breytingunni hefðum við hækkað stöðu okkar
og þar með gert hækkað raunhæf markmið. Og því skyldi maður vera
þessarar áunnu stöðu síður verðugur en þeirrar sem arfgerð manns eða
umhverfi í frumbernsku hefur fært honum? En ef hægt er að nota ummynd-
unarvélina eins oft og maður vill og við gætum því náð hvaða árangri sem
við kysum með því að þrýsta á réttan hnapp í hvert skipti sem við stöndum
frammi fyrir nýju verkefni, þá væru engin takmörk sem við þyrftum að
glíma við eða reyna að komast yfir. Væri þá eitthvað eftir að gera? Er
ástæðan fyrir því að Guð er utan framvindu tímans samkvæmt sumum
guðfræðilegum kenningum kannski sú að alvitur og almáttug vera hefði
aldrei neitt við að vera?
151