Hugur - 01.06.2002, Qupperneq 160
Hugur
Kristján G. Arngrímsson
Rortys væri fær um að hvika ekki frá sannfæringu sinni vegna þess
að það lítur ekki út fyrir að hann hafi raunverulega sannfæringu.
Guignon hefur bent á, að „þegar skoðun er talin vera einungis svipult
val hefur hún glatað bindingu eiginlegrar sannfæringar11.13 Sú bind-
ing sem Guignon gerir hér að forsendu þess að hugmynd geti talist
eiginleg sannfæring felur í sér að sú hugmynd sem maður er sann-
færður um sé beinlínis tengd sjálfsmynd (e. identity) manns, og að
þess vegna geti maður ekki efast um þessa hugmynd nema efast um
leið um manns eigin sjálfsmynd. En ef sjálfsmynd háðska mennta-
mannsins er svona svipul er erfitt að koma auga á það á hvaða for-
sendum hann geti sjálfur, einn og óháður ytri skorðum, valið sér hefð
eða tungumál, eins og Rorty segir hann gera. Hvað merkir það þá í
raun og veru að vera „háðskur menntamaður“?
[Hér] merkir háð það að maður þarf aldrei að segja „ég“ eða
„við“ nema með endalausri tvíræðni. Og það merkir líka að
maður er aldrei heftur af kröfum sem eiga sér rætur fyrir ut-
an mann sjálfan. Þar eð háðfuglinn er haldinn þeirri hugmynd
um frelsið að það sé með öllu ósamrýmanlegt nokkrum höftum
„flýr [hann] frá öllu innihaldi sem væri það höft“.14
Það verður því að minnsta kosti vitað að það að vera háðfugl merk-
ir að maður hafnar öllum staðhæfingum sem ekki eru frá manni
sjálfum komnar. En jafnvel það sem er frá manni sjálfum komið er
það í rauninni ekki vegna þess að þetta sjálf, þetta „ég“, er að mati
háðfuglsins óendanlega tvírætt og því aldrei hægt að vera fullkom-
lega viss um hvað það merkir að eitthvað sé frá manni „sjálfum"
komið. Þar af leiðandi getur háðfuglinn ekki annað en dregið allar
staðhæfingar í efa, líka þær sem eru frá honum „sjálfum“ komnar,
og því er erfitt að koma auga á að háðfuglinn geti nokkurs staðar
fundið sér skoðun sem hann hefur öðrum skoðunum fremur ástæðu
til að „hvika ekki frá“. Þetta háð sem Rorty er að tala um er því í
rauninni merkingareyðandi, en ekki frelsandi, og hugmynd Rortys
siðaðan mann frá villimanni, það er, að siðaður maður forðist í lengstu lög að
beita ofbeldi, hvort heldur sem er líkamlegu eða andlegu.
13 Guignon (1991), bls. 96.
14 Nikolas Kompridis: „Reorienting critique: From ironist theory to transform-
ative practice." Philosophy and Social Criticism, 26. hefti, númer 4 (2000):
23-47, bls. 32. Tilvitnunin er úr enskri þýðingu T.M. Knox á réttarheimspeki
Hegels (Oxford University Press, 1967), bls. 22.
158