Hugur - 01.06.2002, Side 173
Maður og tunga
Hugur
málsins felst, eins og menn hafa lengi gefið gaum, í samræðunni. í
hverri samræðu ríkir andi, slæmur eða góður andi, andi þverúðar og
stöðnunar eða andi þátttöku og streymandi samskipta milli ég-s og
þú-s.
Eins og ég hef sýnt annars staðar3 má lýsa framkvæmdarlagi hverr-
ar samræðu út frá hugtaki leiksins. Þá er vissulega knýjandi að losa
sig undan þeim þankagangi sem sér eðli leikja út frá meðvitund þess
sem leikur sér. Þessi sýn á hinn leikandi mann, sem varð einkum vin-
sæl fyrir tilstilli Schillers, tekur raunverulega formgerð leiksins að-
eins til athugunar í huglægri birtingarmynd hans. En í raun og veru
er leikur framvinda hreyfingar sem nær tökum á þeim eða því sem
leikur sér. Það er alls engin myndlíking þegar við tölum um bárur að
leik eða leik í flugnasveimi eðafrjálsa leiki útlimanna. Síður en svo -
hin leikandi meðvitund er sjálf gagntekin af leiknum og sú gagntekn-
ing hvílir á því að hún er hrifin í samband við hreyfingu sem vindur
fram í sinni eigin dýnamík. Leikur er í gangi þegar hinir einstöku
þátttakendur eru til staðar af fullri alvöru leiksins, það er, halda ekki
lengur aftur af sér eins og sá sem leikur sér bara alvörulaust. Það fólk
sem ekki getur þetta segjum við að kunni ekki að leika sér. Nú vil ég
halda því fram að grunnregla leiksins, það að fyllast af anda hans -
anda léttleika, frelsis, framgangskæti - sé í formgerð sinni skylt
grunnreglu samræðunnar, þar sem tungumál er raunveruleiki. Þegar
menn hefja samræðu hver við annan og láta í sameiningu leiðast
áfram af samræðunni, þá ákvarðar vilji einstaklingsins ekki lengur
framvinduna, afturhaldssamur eða móttækilegur, heldur ákvarðast
framvindan af reglu þess efnis sem samræðan snýst um, sem dregur
fram ræðu og laðar fram andsvar og stefnir þeim að lokum saman. Að
lokinni vel heppnaðri samræðu er maður líka uppfullur af henni, og
leik ræðu og andsvars vindur áfram fram í innri samræðu sálarinnar
við sjálfa sig, eins og Platón nefndi hugsunina svo fallega.
3. Hið þriðja atriði er þessu tengt, það sem ég vil nefna algildi
tungumálsins. Tungumálið er ekki afmarkað umdæmi þess sem segja
má, við hliðina á umdæmi hins ósegjanlega. Tungumálið er alltum-
lykjandi. í grundvallaratriðum verður ekkert undanskilið því sem
segja má, svo fremi sem það sem haldið er fram hefur einhverja mein-
ingu. Getan til að segja heldur þrotlaust í við algildi skynseminnar.
Þannig hefur og hver samræða í sér innri óendanleika og engan endi.
Menn binda endi á hana, ýmist þegar nóg virðist hafa verið sagt eða
3 Wahrheit und Methode, Ges. Werke Bd. 1, III. Teil, bls. 491 ff.
171