Hugur - 01.06.2002, Side 173

Hugur - 01.06.2002, Side 173
Maður og tunga Hugur málsins felst, eins og menn hafa lengi gefið gaum, í samræðunni. í hverri samræðu ríkir andi, slæmur eða góður andi, andi þverúðar og stöðnunar eða andi þátttöku og streymandi samskipta milli ég-s og þú-s. Eins og ég hef sýnt annars staðar3 má lýsa framkvæmdarlagi hverr- ar samræðu út frá hugtaki leiksins. Þá er vissulega knýjandi að losa sig undan þeim þankagangi sem sér eðli leikja út frá meðvitund þess sem leikur sér. Þessi sýn á hinn leikandi mann, sem varð einkum vin- sæl fyrir tilstilli Schillers, tekur raunverulega formgerð leiksins að- eins til athugunar í huglægri birtingarmynd hans. En í raun og veru er leikur framvinda hreyfingar sem nær tökum á þeim eða því sem leikur sér. Það er alls engin myndlíking þegar við tölum um bárur að leik eða leik í flugnasveimi eðafrjálsa leiki útlimanna. Síður en svo - hin leikandi meðvitund er sjálf gagntekin af leiknum og sú gagntekn- ing hvílir á því að hún er hrifin í samband við hreyfingu sem vindur fram í sinni eigin dýnamík. Leikur er í gangi þegar hinir einstöku þátttakendur eru til staðar af fullri alvöru leiksins, það er, halda ekki lengur aftur af sér eins og sá sem leikur sér bara alvörulaust. Það fólk sem ekki getur þetta segjum við að kunni ekki að leika sér. Nú vil ég halda því fram að grunnregla leiksins, það að fyllast af anda hans - anda léttleika, frelsis, framgangskæti - sé í formgerð sinni skylt grunnreglu samræðunnar, þar sem tungumál er raunveruleiki. Þegar menn hefja samræðu hver við annan og láta í sameiningu leiðast áfram af samræðunni, þá ákvarðar vilji einstaklingsins ekki lengur framvinduna, afturhaldssamur eða móttækilegur, heldur ákvarðast framvindan af reglu þess efnis sem samræðan snýst um, sem dregur fram ræðu og laðar fram andsvar og stefnir þeim að lokum saman. Að lokinni vel heppnaðri samræðu er maður líka uppfullur af henni, og leik ræðu og andsvars vindur áfram fram í innri samræðu sálarinnar við sjálfa sig, eins og Platón nefndi hugsunina svo fallega. 3. Hið þriðja atriði er þessu tengt, það sem ég vil nefna algildi tungumálsins. Tungumálið er ekki afmarkað umdæmi þess sem segja má, við hliðina á umdæmi hins ósegjanlega. Tungumálið er alltum- lykjandi. í grundvallaratriðum verður ekkert undanskilið því sem segja má, svo fremi sem það sem haldið er fram hefur einhverja mein- ingu. Getan til að segja heldur þrotlaust í við algildi skynseminnar. Þannig hefur og hver samræða í sér innri óendanleika og engan endi. Menn binda endi á hana, ýmist þegar nóg virðist hafa verið sagt eða 3 Wahrheit und Methode, Ges. Werke Bd. 1, III. Teil, bls. 491 ff. 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.