Hlín - 01.01.1949, Page 6
Frá Kvenfjelagasambandi íslands.
Kvenfjelagasambancl íslands lijelt 8. þing sitt dagana
20.—25. júní síðastliðinn. Þingin eru haldin annað hvort
ár. Um 40 fulltrúar af öllu landinu sátu fundinn, sem
haldinn var í fjelagsheimili Templara að Jaðri, einnig
að nokkru leyti í hátíðasal Mentaskólans í Reykjavík.
Merkilegar skýrslur um störf Sambandsins fjárhags-
árið voru birtar í fundarbyrjun:
Um 100 sauma- og vefnaðarnámsskeið víðsvegar á
landinu nutu styrks K. í. (]/3 kennaralauna, 15—20 þús-
und kr. hvort árið). — Um 30 matreiðslunámskeið voru
haldin fyrir bæði fullorðna og skólabörn, flest á Austur-
landi. Kennarinn launaður af K. í. — Þá var skýrt frá
erindaflutningi í Ríkisútvarpið, sem K. í. sá um (40
erindi).
Stjórn Kvenfjelagasambands íslands tók að sjer að
veita viðtöku gjöfum þeirrj, sem söfnuðust meðal kvenn-
fjelaga um land allt, til Barnahjálpar sameinuðu þjóð-
anna. Af peningum söfnuðust um 600 þúsundir króna. —
Fatnaðurinn var geysimikill. 359 kassar, sem vigtuðu
121/2 tonn, voru sendir út, virtir til brunabóta á 400 þús-
undir króna, sem var talið hálfvirði.
Hjer birtast nokkrar af þeim tillögum, sem samþyktar
voru á þingi K. í.:
Samkvæmt vilja hjeraðssambandanna felur 8. lands-
þing stjórn K. í. að senda hið fyrsta út eyðublöð til kven-
fjelaganna til skýrslusöfnunar um vöntun brýnustu
heimilisvjela og tækja. — Stjórn K. í. gangi síðan ríkt