Hlín - 01.01.1949, Page 11
Hlín
9
hjelt fast fram sparnaðar-
ráðstöfun hreppsnefndar-
innar, en sá maður, sem
drengurinn vildi vera hjá,
slakaði ekki til. Um þetta
voru fluttar margar tölur.
Enginn lagði drengnum
líknaryrði. Við Estíva vor-
um báðar mættar á fund-
inum. Svo biður Estíva
um orðið. Hún tók mál-
stað drengsins, sagði að
það væri ómannúðlegt að
breyta svona við smæl-
ingja, sem engan ætti
að. Ennfremur: Þar sem
hreppsnefnd Þingeyrar-
hrepps hafi aldrei gleyrnt
að leggja fult útsvar á sína verslun, — og því mundi hún
ekki gleyrna enn, — þá skyldu þeir, eftir að hafa lagt á sig
hið rjettsýna útsvar, bara bæta við þessum 250 krónum,
sem hjer sje um að ræða. Hún geti borgað þessa upphæð
ein, þó hreppsfjelagið geti það ekki. Láta svo þetta mál
útkljáð. — Steinhljóð á fundinum. — Drengurinn fór
þangað, sem hann vildi vera.
Þetta dæmi sannar, hve Estíva átti mikið af hjartahlýju
til annara. Hún þekti ekkert þennan dreng, vissi bara
að hann var einstæðingur. Mjer fanst Estíva stórmenni
í þetta sinn. En þetta gat konan af því hún var borgari,
þó gift væri.
Margra barna móðir og fátæk sagði við mig eftir lát
Estívu: „Hún kom ávalt til mín færandi hendi og upp-
lífgaði, þegar mjer lá rnest á.“
Estíva var starfskona mikil — afar tímaglögg — orka
og starfsvilji hjeldust þar í hendur. Hún skildi það vel,
að lífið byggist á starfsemi. — Þrátt fyrir velmegun þeirra
Eslíva S. Biörnsdóuir.