Hlín - 01.01.1949, Síða 21
Hlín
19
í þriðja sinn kom Guðrún heim til íslands 1930, þá
boðin af vinum og frændum, sem áttu henni margt og
mikið upp að unna. En þá, í öllum hátíðar-fagnaðinum,
sótti hún svo að, að Guðmundur bróðir liennar var ný-
látinn. Bróðirinn, sem hún unni svo mjög. Það var henni
mikill harmur. Ragnar sonur liennar var með lienni í
þeirri ferð sem frjettaritari fyrir stórblað vestra.
í æsku var Guðrún glæsileg stúlka. Augu hennar voru
grá-blá og fögur, hárið mikið, dökt og hrokkið. Nú var
hárið orðið silfurhvítt, en augun voru hin sömu, og svip-
ur hennar og framkoma öll einkar traust og örugg.
Guðrún var góður og tryggur fjelagi og vinur. Frænd-
rækin og vinföst. Hún var mikil trúkona og starfaði mik-
ið í kristilegum fjelögum. Guðrún flíkaði ekki sorgum
sínum, kannske liefur harmurinn af sonarmissinum verið
orsök þess, að hún varð með aldrinum fámál og hljóðlát
í daglegri sambúð.
Tvö síðustu ár æfi sinnar átti hún við vanheilsu að búa.
Hún kvartaði ekki, en horfði örugg móti því, sem koma
átti. Hún naut góðar hjúkrunar, og fjekk að deyja heima,
23. jtiní 1948. — Guð blessi minningu hennar!
Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi.
Guðný M. Pálsdóttir.
íslensk móðir.
Það hefur lengi verið siður hjer á íslandi, að brúðurin
hefur skartað hvítum kyrtli á brúðkaupsdegi sínum. —
Hinn hvíti kyrtill á að tákna hreinleik brúðurinnar, sak-
leysi hennar og gleði. Þessi dagur hefur líka verið kall-
aður hennar heiðursdagur, eins og hann á líka að vera.
Á brúðkaupsdaginn gengur hver og ein heilbrigð kona
fyrst og fremst til þeirrar vígslu að verða móðir. En á
þessum degi er lokið hinu glaða, áhyggjuminna lífi ungu
94