Hlín - 01.01.1949, Side 22
20
Hlín
stúlkunnar, sem er að kveðja æskuár sín og ganga i al-
vörusal lífsins. — Nú er henni markað verksvið, sem er
lieimili hennar, manns lrennar og barna.
Svo hefur það löngum gengið hjer á íslandi, og mun
einnig vera víða um lönd, að húsmóðirin, unga konan,
hefir orðið að skapa heimilið, og margar hverjar, íslensku
konurnar, við litlar aðstæður. — Starf mannsins hefur
hingað til aðallega verið utan bæjarins, baðstofunnar, en
konan hefur orðið að hirða íslensku torfbæina frá bæjar-
dyrum inn í hjónahús. Það eru mikil viðbrigði fyrir ungu
stúlkuna, sem hefur lifað áhyggjulitlu lífi í foreldrahús-
um, að verða allt í einu Jiúsmóðir í íslenskum torfbæ.
Guðný Málfríður Pálsdóttir, móðir mín, var fædd 11.
sept. 1866 á Syðri-Ey á Skagaströnd. — Foreldrar hennar:
Ingibjörg Benediktsdóttir og Páll Jónsson, hreppstjóri,
bjuggu þar á parti af jörðinni. Hún eignaðist 4 systkini,
sem öll dóu ung. Móður sína misti hún meðan hún var
innan 10 ára aldurs. Ólst lnin síðan upp með föður sín-
um í miklu eftirlæti, eftir því, sem þá var siður með ein-
birni velstæðra bænda, eins og Páll faðir liennar var. Hún
naut þess, sem þá var ekki alment, að fá að vera í Ytri-
eyjar-kvennaskóla, sem þá vay nýlega stofnaður og rek-
inn af miklum dugnaði.
Þar lærði hún sauma og ýms hannyrði, sem kend voru
í skólanum. Hún þurfti ekki að reyna hin erfiðu ár
vinnukonunnar, eins og þau voru á þeim árum. Hún
lifði því hinu glaða, áhyggjulausa lífi heimasætunnar.
Móðir mín var heldur smávaxin, en afarsnotur kona,
sjerstaklega liafði hún frítt andlit og góðlegt, dökkhærð,
með mikið, þykt hár, sem tók vel í mitti, með blá, blíð-
leg augu. — Skapgerð hennar var sú, að vináttu sinni við
æskuvinkonur sínar hjelt hún alla æfi.
Þegar hún var 19 ára gömid, klæddist hún hvítum
kyrtli og giftist ágætismanni, Jóni Sigurðssyni frá Hrauni
á Skaga, sem þá var verslunarmaður á Blönduósi. Hjóna-
band þeirra var gott, eftir því sem hægt var, en oft hugsa
M