Hlín - 01.01.1949, Page 28
26
Hlín
í mörgu öðru, auðsær menningarlegur áhugi þeirra Gísla
og Guðrúnar og ást þeirra á öllum fögrum mentum, en
eigi mun altaf hafa verið af miklu að taka fjárhagslega.
Guðrún H. Finnsdóttir var athafnasöm húsfreyja og
jafnframt frábærlega ástrík og umhyggjusöm eiginkona
og móðir, og var það í fullu samræmi við heilsteypta og
hreina skapgerð hennar. Yfir heimilislífi þeirra hjóna
hvíldi einnig liið fegursta samræmi, þau voru bæði
óvenjulega listhneigð og listræn, hann söngmaður ágætur
og ljóðskáld, en hún prýðilegt söguskáld, sem enn mun
frekar lýst verða. Þau áttu einnig annað sameiginlegt,
hugsjónir og hugðarefni, unnu fegurð, frelsi og framsókn,
að ógleymdri þeirri djúpstæðu rækt þeirra við íslenskar
menningarerfðir, tungu vora, sögu og bókmentir. Inn í
andrúmsloft það, sem ríkti á heimili þeirra, var því hress-
andi og göfgandi að koma. Þegar svo þar við bættist hlý
og hreinræktuð íslensk gestrisni þeirra, er eigi að furða,
þó að marga gesti bæri þar að garði, sem eiga þaðan hug-
Ijúfar endurminningar. Er sá, sem þetta ritar, einn í þeim
fjölmenna vinahóp, og telur sjer það hamingju að hafa
notið tryggrar vináttu þeirra hjóna árum saman og heil-
liuga stuðnings þeirra í starfinu að sameiginlegum áhuga-
málum.
Guðrún H. Finnsdóttir var, eins og fyr er vikið að,
mikilhæf kona og framúrskarandi lneinlunduð, vinföst
með afbrigðum, átti hún í ríkum mæli þá heiðríkju hug-
ans, þann manndómsanda og drengskap, sem svipmerkt
liafa sann-íslenska menn og konur kynslóð eftir kynslóð.
Hún var, með öðrum orðum, norræn mjög í lund, í bestu
merkingu. Er henni vel lýst og rjett í þessum ummælum
Einars P. Jónssonar, skálds og ritstjóra, tengdabróður
hennar:
„Frú Guðrún var víðsýn kona, er bjó yfir sterkum lífs-
skoðunum, er jafnan mótuðust af ríkri rjettlætisvitund,
en ef því var að skifta, ljet hún ógjarna sinn hlut, hún sór
sig glögglega í ætt við sitt norræna kyn, hún geymdi ávalt
J