Hlín - 01.01.1949, Page 29
Hlín
27
ísland í hjartanu, og ræktaði íslensk blóm framan við
heimili sitt, hún var kærleiksrík vorsál, er jafnan fagnaði
nýgróðrinum, og um þær mundir, sem vorið var að ná
yfirráðum í ríki náttúrunnar, lagði hún upp í langferðina
liinstu.“ (Lögberg, 28. mars 1946).
Ást Guðrúnar H. Finnsdóttur á íslandi og öllu hinu
besta og lífrænasta í íslenskum menningararfi er skráð
ljósu letri í sögum hennar og öðrum ritverkum, og sú
hjartgróna ræktarsemi hennar við ætt og erfðir lýsti sjer
fagurlega í lifandi áhuga hennar á íslensku fjelagsstarfi
vestan liafs og margþættri þátttöku hennar í þeirn málum,
Hún vann ötullega að málum safnaðar síns, Únítara-
safnaðar, og síðan Sambandssafnaðar í Winnipeg, var um
skeið forseti kvenfjelags hans og átti lengi sæti í stjórn
Kvennasambands Kirkjufjelags síns. Þá var hún frá upp-
hafi starfandi í Jóns Sigurðssonar fjelaginu, og átti mik-
inn þátt í undirbúningi hins rnerka og mikla Minningar-
rits um íslenska hermenn, sem fjelagið gaf út. Hún studdi
Þjóðræknisfjelagið með ráðurn og dáð, eins og vænta
mátti um jafn sann-þjóðrækna konu og glöggskygna á
varanlegt gildi íslenskra menningarverðmæta, og átti sæti
bæði í þingnefndum og milliþinganefndum af hálfu fje-
lagins. Hún var kona prýðisvel máli farin, og voru til-
lögur hennar í hverju máli bornar fram af gjörhygli og
trúnaði við málstaðinn, er hún fygdi. í viðurkenningar-
skyni fyrir víðtæka þátttöku hennar í vestur-íslenskum
menningarmálum, fyrir þjóðræknis- og bókmentastarf-
semi sína, hafði hún verið kosin heiðursfjelagi bæði í Jóns
Sigurðssonar fjelaginu og Þjóðræknisfjelaginu.
En þó að Guðrún H. Finnsdóttir ynni íslenskum bók-
menntum að fornu og nýju hugástum og væri handgengin
þeim, náði bókmentalegur áliugi liennar rniklu lengra,
því að hún var víðlesin í bókmentum annara þjóða, ekki
síst kanadiskum, enskunr og amerískum bókmentum, og
kunni ágæt skil á þeim, svo að sjerstök ánægja var að ræða
við hana um þau efni, höfðu þau hjónin einnig komið