Hlín - 01.01.1949, Qupperneq 34
•32
Hlín
um þá systur sína, sem var orðin 13 ára gömul, er Þuríð-
ur giftist og flutti í burtu. — Þuríður giftist árið 1857
Gesti Steinssyni, ættuðum úr Þingeyjarsýslu. Hann hafði
alist upp hjá móðurömmu sinni, Soffíu Bóasdóttur, og
dvaldist hún á elliárum sínum hjá dóttursyni sínum og
tengdadóttur. — Gestur og Þuríður hófu búskap á Þver-
felli í Saurbæ, en fluttust síðan að Skarfsstöðum í
Hvammssveit. — Eftir alllangan biiskap þar fluttust þau
að Skerðingsstöðum í sömu sveit. Þar bjuggu þau uns
Gestur dó árið 1884. — Þau eignuðust fjögur börn: Guð-
bjart, Guðbjörgu og eitt, er ekki hlaut skírn. Öll þessi
börn dóu ung. Fjórða barnið, Soffía, lifði ein eftir. —
Eftir lát manns síns hætti Þuríður búskap og dvaldist
í húsmensku með fósturdóttur sína, Sigurbjörgu, er hún
tók á fyrsta ári af systur sinni, Vigdísi. Sigurbjörg giftist
síðar Guðfinni Björnssyni, og bjuggu þau lengi í Litla-
Galtardal á Fellsströnd og áttu mörg mjög efnileg börn.
Árið 1887 fluttist Þuríður til Soffíu dóttur sinnar,
er þá giftist Magnúsi Friðrikssyni. Reistu þau bú sama
ár í Knarrarhöfn í Hvammssveit. Að nokkrum árum liðn-
um íluttust þau að Arnarbæli á Fellsströnd, en bjuggu
síðast á Staðarfelli í sömu sveit, og þar dó þessi mæta
kona árið 1919, 92 ára að aldri. — Starf sitt sem eigin-
kona, móðir og húsmóðir rækti Þuríður með afbrigðum
vel að dómi allra, senr til Jrektu. En nú hefst sá þáttur
æfi hennar, sem mjer er kunnastur, því að jeg var svo
heppin að vera eitt af dótturbörnum hennar og eignast
þá elskulegustu ömmu, sem til getur verið. — Heimili
dóttur hennar og tengdasonar var alltaf mannmargt.
Jarðirnar, Arnarbæli og Staðarfell, stórar, bæði til sjós
og lands, og því talsvert fólksfrekar. — Þá voru búskapar-
hættir með nokkuð öðru sniði en nú. Þá mátti lieita, að
allur fatnaður, inst sem yst, væri heimaunninn. Allir
sokkar og vetlingar, jafnvel nærföt voru handprjónuð,
því að þá þektust ekki prjónavjelar í minni sveit. Allir
skór voru heimagerðir, og var það bæði mikil og vond