Hlín - 01.01.1949, Page 47
Hlín
45
Þuríður Jónsdóttir
á Sigurðarstöðum í Bárðardal
SJÖTUG.
Þuríður er fædcl 18. dag janúarmánaðar 1877 að Bald-
ursheimi í Mývatnssveit. Hún er dóttir hjónanna Maríu
Friðriksdóttur, Þorgrímssonar frá Hraunkoti, og Jóns
Jónssonar, Illugasonar, í Baldursheimi. — Þuríður er
næst yngst fjögurra systkina, sem lifðu til fullorðinsára
— fjögur dóu í bernsku. — Þegar Þuríður var 9 ára göm-
ul, fluttist hún með foreldrum sínum að Víðikeri í
Bárðardal, og fáum árum síðar að Sigurðarstöðum í sörnu
sveit, og þar hefur hún átt heima æ síðan. — Eins og flest
önnur íslensk sveitabörn tók Þuríður þegar frá barn-
æsku virkan þátt í starfslífi heimilisins, sem var harðsótt
nokkuð, en sigursælt, vegna ötulleika og einbeittrar sam-
vinnu fjölskyldunnar, er var einhuga og ákveðin í því
að stækka sinn litla biistofn og rýmka sín þröngu kjör. —
Sú fjölskyldubarátta var engin andvarpandi geðbægni
yfir „kveljandi striti“, heldur bjartsýn framsókn, auðug
af unaði starfsins.
Æsku- og þroskaár Þuríðar voru því samþætt upp-
byggjandi blómgun sveitalífsins, þar sem dýr og jurtir
vaxa og bændafólkið eykur þeirra arð. Reynsla heimilis-
starfsins var þó ekki hennar eini æskuskóli. Ung fór hún
í Kvennaskólann á Laugalandi — hinn fyrri. — Auk þess
var hún við nám og störf bæði á Norðausturlandi og
Suðvesturlandi, meðal annars á Hvanneyri í Borgarfirði,
til þess að læra meðferð mjólkur og ostagerð. — Hún
grunnlagði því þegar á unga aldri eigin kynni af landi
og þjóð.
Þuríður er kona í meðallagi há, en grannvaxin. Fram-
koman er stilt, upplitið hreint og staðfestulegt.
Hún hefur aldrei gifst, en altaf átt heimili hjá sínum
nánustu ættingjum, fyrst hjá bróður sínum, Jóni Jóns-
syni, bónda á Sigurðarstöðum, og konu hans, Jónínu