Hlín - 01.01.1949, Page 49
Hlín
47
skemmtilegur. — Þuríð-
ur hefur jafnan fylgst
vakandi með fjelagsstarf-
semi íslenskra kvenna og
tekið virkan þátt í henni
í sinni sveit. Hún hafði
verið ritari kvenfjelags-
ins ,,Hildur“ í Bárðar-
dal í hartnær 40 ár, þeg-
ar hún ljet af því starfi
á síðastliðnu hausti.
í tilefni 70 ára afmæl-
isins 18. janúar síðast-
liðinn hjelt kvenfjelagið
henni samsæti til þess
að votta henni virðingu
sína og þakkir fyrir
langt og farsælt fjelags-
starf. Við það tækifæri færði það henni stól einn góðan
að gjöf.
Og nú er Þuríðúr á Sigurðarstöðum komin upp á átt-
unda áratuginn. Hún heldur þó óbreyttum öllum sín-
um háttum. Rís sem fyr árla úr rekkju og mætir dag-
anna önn með sama þrótti og sömu festu og ætíð áður.
Steingrímur Thorsteinsson var skáldið, sem hreif á
sinni tíð ljóðræna og söngelska æsku. Þuríður var ein
í þeim hópi. Vængjaþytur vorgyðjunnar vakti heita
strauma í sálinni, þegar hún sveif úr suðrænum geim
heim til dimmbláu heiðanna íslensku.
„Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog“ var óskin
æðsta, glæstasta fyrirheitið. — Þuríður skildi það flestum
betur, að óskin sú gat ekki ræst af orðunum einum,
heldur þurfti þjóðin öll, dætur hennar og synir, að vaka
og vinna, sjá sólrisið, skynja fögnuð lífsins af fegurð
síns eigin lands, finna tilgang þess í margbreyttum, vel-
gerðum verkum. — Þuríður hefur líka ósvikið staðið fyrir
Þuríður Jónsdóttir.