Hlín - 01.01.1949, Síða 57
Hlín
55
Þó lifa margir, sem „langþreyju“ skilja,
sem ljósöldum fagna og hækkandi sól,
sem þorrann og góuna þurfa að ylja
við þrá eftir sumri og minning um jól.
Og lieill sje þeim konum, sem komu með lampann
og kallinu hlýddu á rysjóttri öld,
sem börnin og mæðurnar glöddu við glampann
með gjafmildi, samhygð og ljósmerkja fjöld.
Og heill þeim, sem fara með íjármálin kunnu,
sem framkvæmdu gerðir af prýði og dug
og þeim, sem að farsældum fjelagsins unnu
með frjálslyndum anda og vináttu hug.
Hvað framtíðin geymir í gullsteyptu skríni
ei greini jeg frá, en jeg vona og bið
að „Hið skagfirska kvenfjelag“ samheldni sýni
og sigurverk köllunar margauki við,
að hljóti það starfskrafta, gæfu og gengi
og guðsnáðar vinsældir öld fram af öld.
— Svo hreyfi jeg gígjunnar glæstustu strengi,
býð gestum og fjelögum heillaríkt kvöld.“
Eftir að borð voru upp tekin, var leikinn sjónleikur
í einum þætti. — Þá sungu þeir einsöng, Maríus Sölvason
og Sigurður P. Jónsson, kaupmaður. Undirleik annaðist
Eyþór Stefánsson. — Að endingu var stiginn dans.
Daginn eftir samsætið voru tveim af stofnendum fje-
lagsins, þeim frú Líneyju Sigurjónsdóttur, prófastsekkju
í Reykjavík, og frú Ingibjörgu Jónasdóttur, prestsekkju
í Reykjavík, send skeyti með virðingar- og þakkarkveðju
frá fjelaginu.