Hlín - 01.01.1949, Síða 68
56
Hlín
sem hefur í mörg ár farið mjúkum og græðandi höndum
um hina fínu og dýrmætu vinnu formæðra okkar, og veit
allra íslendinga mest um þær gersemar. — Og svo Hall-
dóra Bjarnadóttir, sem um mörg ár hefur varið lífi sínu
til að tala máli heimilisiðnaðarins, hefur frelsað margan
gamlan, góðan hlut frá glötun, haldið námsskeið í hag-
nýtum heimilisiðnaði og gefið út ótal íslensk munstur. —
Við hin, sem erum í stjórninni, erum smærri spámenn-
irnir. En það eru þau frú Ólöf Björnsdóttir, Sveinbjörn
Jónsson, byggingarmeistari og Ragnhildur Pjetursdóttir.
En nú skal jeg flýta mjer að komast að efninu.
í stórum dráttum fór þingið þannig fram:
Mánudaginn 12. júlí var þingið sett í Alþingishúsinu.
Formaður sambandsins, þjóðminjavörður Matthías Þórð-
arson setti þingið með ræðu og bauð fulltrúa velkomna.
Hann stjórnaði einnig fundinum þennan dag. — Svein-
björn Jónsson, forstjóri, var ritari þingsins.
Þá gáfu fulltrúar skýrslu um það hvað gerst hafði á
sviði heimilisiðnaðarins í hverju landi um sig, frá því
síðasta þing var haldið í Stokkhólmi 1937.
Fyrir Danmörku talaði Svend Möller, byggingameist-
ari.
Fyrir Finnland talaði frú Toini-Inkeri Kaukonen.
Fyrir ísland talaði Halldóra Bjarnadóttir, heimilisiðn-
aðarráðunautur.
Fyrir Noreg talaði skólastjóri Kr. Grepstad.
Fyrir Svíþjóð talaði landsliöfðingjafrú Gertrud Rodlie.
Þessi fyrsti fundur var mjög merkilegur, því margt og
mikið höfðu fulltrúarnir að segja eftir svo langt og við-
burðaríkt tímabil, sem hjer hafði liðið milli þinga. — Jeg
skal geta þess ykkur til skemtunar, að Halldóra Bjarna-
dóttir mætti þarna í faldbúningnum með fálkaorðuna
og sómdi sjer vel.
Norræna heimilisiðnaðarsýningin var svo opnuð kl. 15
fyrir þingmenn og boðsgesti. Við opnun sýningarinnar