Hlín - 01.01.1949, Page 69
Hlín
67
lijelt Matthías Þórðarson ræðu og fulltrúar frá hverju
landi fluttu kveðjur. — Þennan sama dag flutti skóla-
stjórafrú, Anne Hald Terkelsen, erindi „Um heimilis-
iðnað kvenna í Danmörku“> mjög skemtilegt og fróðlegt
erindi. Hún flutti á dönsku og var mjög gott að skilja
liana. — En á þinginu voru norðurlandamálin þrjú:
danska, norska og sænska notuð jöfnum höndum.
Kl. 20.30 um kvöldið flutti fröken Inga Lárusdóttir er-
indi um íslenskan heimilsiðnað að fornu og nýju og mælti
á sænska tungu.
Þriðjudaginn 13. júlí kl. 10 f. h. hjelt þjóðminjavörður
Hulda Konturi, fyrirlestur, og skýrði frá því hvernig
Finnar hefðu reynt að bjargast með allskonar gerviefni
og ullarblöndnn á ófriðarárunum, og hvernig heimilis-
iðnaðurinn hefði yfirstigið marga erfiðleika og verið
landi og þjóð til mikillar styrktar og blessunar.
Þessu næst talaði Ragnar Nordby, heimilisiðnaðar-
ráðunautur Noregs, um nauðsyn á fræðslustarfi heimilis-
iðnaðarins.
Eftir þessa fyrirlestra fengum við frí frá hinum alvar-
legu heimilisiðnaðarmálum og fórum í boði bæjarstjórn-
ar Reykjavíkur og skoðuðum hitaveitu Reykjavíkur und-
ir leiðsögn Helga Sigurðssonar, verkfræðings og hita-
veitustjóra. Þegar Helgi hafði sýnt og skýrt þetta mikla
fyrirtæki og fullvissað okkur um að það væri harla gott,
hjelt hann með okkur til Þingvalla og gaf okkur að borða
í umboði bæjarstjórnar. — Þetta var yndisleg ferð. Veðr-
ið var svo fagurt og blítt. Og við skemtum okkur eins og
þeir einir geta, sem finna til þess, að þeir eru á helgum
sögustað, og njóta þess í hug og hjarta að sjá myndir liðins
tíma renna upp fyrir sjónum sínum. Við vorum þakklát
fyrir að fá að njóta þess að sýna gestum okkar Þingvelli
á þessunr fagra og bjarta sumarkveldi, þar sem >,nóttlaus
voraldarveröld" ríkir ,,og þar sem víðsýnið skín“.
En það var einmitt leiðsögn Matthíasar þjóðminjavarð-