Hlín - 01.01.1949, Page 70
68
Hlín
ar, sem átti sinn sterka þátt í því að vekja söguþætti og
fornaldaratburði upp í huga okkar. — Sje honum þökk
fyrir livað hann gerði Þingvallaferðina söguríka, og ekki
hara fyrir gesti okkar, heldur og fyrir okkur heimamenn.
Maturinn, sem Helgi verkfræðingur hafði látið tilreiða
handa gestum bæjarstjórnarinnar, var prýðilegur, og jók
það ekki lítið á gleði okkar. Margar ræður voru haldnar
og mjög glatt yfir hópnum. — Svo leið þessi skemtilegi,
sólríki dagur í faðm nætur. Og næsti dagur rann upp
með margvíslegu starfi.
Miðvikudaginn 14. júlí kl. 10 flutti landshöfðingjafrú
Rodhe erindi „Um sænskan heimaiðnað til heimilis-
notkunar". Mikið lróðlegt og skemtilegt erindi. — Það
var gaman að lieyra hana segja frá Gotlandsfjenu og
ullinni af því, sjálf var hún í heimaunnum fötum úr Got-
landsull. — Frú Rodhe var skemtilegur fróðleiksbrunnur.
Síðar um daginn flutti frú Laufey Vilhjálmsdóttir er-
indi, er hún nefndi: „Þróun og verkefni íslenska heim-
ilisiðnaðarins", og gerði ullariðnaðinn sjerstaklega að
umtalsefni og nauðsynleg skilyrði til eðlilegrar framþró-
unar. Frú Laufey mælti á íslensku, en útlendingarnir
fengu erindið þýtt á sænska tungu.
Kl. 19 um kvöldið var sameiginlegt borðhald, og voru
þá fluttar skilnaðarræður og þakkir svo sem vera ber við
slík tækifæri.
Þetta kvöld fluttu fulltrúarnir frá Danmörku, Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð kveðjuorð í Ríkisútvarpið.
Með þessari veislu var þá heimilisiðnaðarþinginu lok-
ið. En sýningin stóð enn í nokkra daga.
A fimtudaginn gerðu allir lilutaðeigendur, hver fyrir
sig, grein fyrir sinni sýningardeild. — Fyrir mig var það
mikill lærdómur.
Fyrir Danmerkurdeildina, byggingameistari Svend
Möller.
Fyrir Finnlandsdeildina fröken Hulda Konturi.