Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 71
Hlín
69
Fyrir Noregsdelidina I. Hindbjörgmo, kennari.
Fyrir sænsku deildina frú Rodhe.
Fyrir íslandsdeildina Halldóra Bjarnadóttir.
Þegar þessari greinargerð var lokið, var sýnd kvikmynd
af virinubrögðum Tóvinnuskólans á Svalbarði við Eyja-
fjörð.
Það var alment álitið að heimilisiðnaðarsýningin hafi
hepnast vel. — Hún var sjerstaklega menningarlegs eðlis.
— ísland var þar fyrirferðarmest. Enda er svo til ætlast,
að það landið, sem þingin eru haldin í, eigi bróðurpart-
inn af sýningunni.
Þess skal getið, að öll löndin hafa sýnt okkur mikla vin-
semd og komu með ríflegar sendingar. — Af sjerstakri
heppni og velvilja hafði Noregur flesta muni og mest að
sýna. — Við erum öllum þjóðunum þakklát fyrir komuna
hingað, að hafa lofað okkur að kynnast þekkingu þeirra
og reynslu í heimilisiðnaðarmálum.. — Stefán Jónsson,
teiknari, hafði alla umsjón með sýningunni og setti upp
íslensku deildina.
Tveir fulltrúar frá hverju hinna fjögra Norðurland-
anna sátu þingið sem gestir Sambands íslenskra heimilis-
iðnaðarfjelaga:
Frá Danmörku yfirbyggingameistari Svend Möller,
Kaupmannahöfn. Skólastjórafrú Anna Hald Terkelsen,
Danebod lýðháskóla, Jótlandi.
Frá Finnlandi: Dr. frú Toini-Inkeri Kaukonen, um-
sjónarmaður 60 handavinnuskóla, Helsingfors. Forn-
gripavörður fröken Hulda Konturh Helsingfors.
Frá Noregi: Búnaðarmálastjóri Kr. Grepstad, Frogner
við Skien. Ingvald Hindbjörgmo, kennari, Oslo, ritari
Heimilisiðnaðarsambandsins.
Frá Svíþjóð: Bo Hammcrskjöld, landshöfðingi, Nyköp-
ing. Landshöfðingjafrú Gertrud Rodhe, Saltsjöbaden,
Stokkhólmi.
Þátttakendur í þinginu voru einnig: Frú Gunnhildur
Möller, Kaupmannahöfn, Ragnar Nordby,. heimilisiðn-