Hlín - 01.01.1949, Síða 76
74
Hlín
þá vantar efnið, ekkert innflutt og erfitt að fá það inn-
lenda líka. — Sem betur fer eru ullarverksmiðjurnar nú
að auka vjelakost sinn allmikið. Takmarkið er að flytja
enga ull úr landi óunna.
Þá er einnig mikið saurnað í smærri og stærri saurna-
stofum, og án efa eru þar ekki færri stúlkur við vinnu
en við prjónið, og þegar þar við bætast allar þær, sem
stunda verslunar- og skrifstofustörf, þá er ekki von, að
hægðarleikur verði að fá starfsstúlkur á heimilin.
Já, á saumastofunum, sem margar hafa ágæt starfsskil-
yrði. er framleitt mikið af allskonar fatnaði: Vinnufötum,
milliskyrtum, sportfötum, liúfum, auk annara utanyfir-
fata, karla, kvenna og barna. — Margar konur vinna
heima að ýmiskonar saumaskap og prjóni með heimilis-
verkunum sínum, og virðist mörgum það heilbrigðara
en að fara að heiman til vinnu hjá öðrum.
Því miður er flest af þessum efnum aðflutt, tiltölulega
lítið unnið af fataefnum í landinu sjálfu, nú orðið. Ull-
arverksmiðjurnar hafa livergi nærri við að framleiða fata-
efni vegna fólksskorts, lítið unnið nú sem heimilisiðnað-
ur af þeim efnum, því miður. — Sama er að segja um hús-
gagnafóður, gluggatjöld og gólfábreiður, sem nú er mikil
eftirspurn eftir og þörf fyrir vegna vaxandi velmegunar
og nýrra bygginga.
Til að bæta nokkuð úr þessari vöntun, gerði Samband
íslenskra heimilisiðnaðarfjelaga tilraun hjer fyrir nokkru
með framleiðslu gólfdúka úr ull, ofna með flosi og kross-
vefnaði. Veitti Ragnhildur Pjetursdóttir, gjaldkeri S.Í.H.
þessari tilraun forstöðu frá 1938—43. Vinnustöðin var á
Eyrarbakka. Voru þarna framleidd mörg teppi, sem seld-
ust víðsvegar, ágæt vinna, sterkleg og falleg. — Einnig var
unnið þarna talsvert af húsgagnfóðri, fataefnum og
gluggatjöldum, ljómandi vinna, en varð að sjálfsögðu
nokkuð dýr. — Menn kunna ekki alment að meta það
heimaunna sem skyldi. — Skaði að þessi framleiðsla þurfti