Hlín - 01.01.1949, Blaðsíða 77
Hlín
75
að leggjast niður. — Um nokkur unanfarandi ár hefur
frú Karólína Guðmundsdóttir framleitt mikið af hús-
gagnafóðri og gluggatjöldum í vinnustofu sinni í Reykja-
vík, hefur það bætt mikið úr brýnni þörf, vinna prýðileg,
íslenskt efni.
Þá má sjerstaklega nefna hjer mjög virðingarverða
stofnun, sem nú urn nokkur ár hefur haft sölumiðstöð
fyrir íslenskan heimilisiðnað, nefnilega „íslensk ull“. —
Sú stofnun hefur keypt ýmislegar framleiðsluvörur úr
íslenskri ull af öllu landinu, og hefur það kornið mörgum
mjög vel, bæði framleiðendum og kaupendum. — For-
stöðukonur hafa liaft sýningar víðsvegar um landið og
árlega í Reykjavík. Einnig sýniskenslu í vjelprjóni o. fl.
— Sölustofan hefur einnig selt til útlanda, meðal annars
Rauða Krossi íslands, sem hefur þurft að fá íslenskan
ullarvarning handa þurfandi fólki erlendis. — íslenskar
konur um land alt hafa sent Rauða Krossi íslands stór-
gjafir af ýmiskonar fatnaði.
Fjöldi sýninga, stærri og smærri, hafa verið haldnar
víðsvegar um landið, og verkleg námskeið af ýmsu tagi,
gangast kvenfjelögin mikið fyrir þessu, einnig ungmenna-
fjelög.
Þetta er nú það sem að almenningi snýr, en hvað gerir
það opinbera fyrir þetta mál? Það er nú bæði margt Qg
mikið, ef vel er að gætt. — Fyrst og fremst eru það þá skól-
arnir, sem kenna mikla handavinnu af ýmsu tæi. Barna-
og unglingaskólar leggja, ásamt heimilunum, undirstöðu
heimilisiðnaðarins í landinu, svo koma Húsmæðraskól-
ar, Gagnfræða- og Iðnskólar, Handíðaskólinn, Tóvinnu-
skólinn o. fl. — Ríkið styrkir einnig ríflega ýms fjelaga-
sambönd ,sem annast kenslu í ýmsum greinum handa-
vinnu: Saumum, vefnaði, prjónaskap, o. s. frv. í um-
ferðakenslu víðsvegar um landið. — Alt veitir þetta mikla
ánægju og heimilin fríkka. Sýningarnar, sem árlega eru