Hlín - 01.01.1949, Síða 103
Hlín
101
Alt var kyrt og liljótt, varla fugl á ferð. — Á einstaka græn-
um bletti, leifar gamalla mannabygða, voru fáeinar sauð-
kindur á beit. Nú er Heiðin alveg yfirgelin og getur því
sungið sinn ,Heiðaharm“. — Klukkan 6 var farið framhjá
Rangalóni og lagt upp á Dimmafjallgarð. Áfram var
haldið á endalausri auðninni, og varð mjer þá hugsað til
fyrri daga, þegar jeg fyrir 28 árum fór þessa sömu ferð á
hestum Jóns Þór í blindbyl í júnílok. — Alltaf verður
mjer hlýtt um hjartaræturnar, þegar eg hugsað til Litla-
Grána með lipru töltfæturnar.
Nú sást hvergi snjór og fallegt var útsýnið af fjall-
görðunum, en langir reyndust þeir hinum lasna farar-
skjóta, og altaf fóru líkurnar minkandi að við sæjum
nokkuð af Þingeyingum í Ásbyrgi. — Einum bíl mætt-
um við fyrir austan Geitasand, voru það frambjóðendur
Seyðisfjarðar. Þeir stóðu við aðeins til að kynna sjer inni-
hald bílsins okkar, því jafnvel uppi á öræfum er slík við-
staða ómaksins verð svona rjett fyrir kosningar. — Gang-
andi mann hittum við fyrir austan Möðrudal, sem bað að
taka sig upp. Þetta var Axfirðingur, sem var að leita sjer
sálubótar í öræfakyrðinni. Hann las okkur skáldskap
sinn. — Fallegt er að sjá yfir Möðrudal af austurbrún
fjallgarðanna. Sljettan þögul og hljóð svo langt sem aug-
að eygir og Herðubreið, hin mikla fjalladrotning, í suðri.
Nú er haldið stanslaust í Grímsstaði, tekið þar bensín
og borðað í bílnum. Jeg fór inn að heilsa upp á Kristjönu
Pálsdóttur, húsfreyju, sem jeg eins og fleiri ferðalangar,
þekki. Tók hún mjer prýðilega og vildi að borðað væri
inni hjá sjer, en lítið mátti tefja, því nú var klukkan 11
og liefðu víst flestir þegið að fara ekki lengra. Annars
liafði heilsufar verið mjög sæmilegt, fáar konur fundið
til bílveiki. Enn er lialdið af stað, og lofar Jói öllu góðu
nreð Ásbyrgisferðina, enda stóð hann við það, bfllinn
hitnar aldrei og eftir tæpa 2 tíma komunr við að Jökulsá.
— Ferðin ofan Fjöllin var skemtileg, og munum við lengi