Hlín - 01.01.1949, Síða 107
Hlín
105
Laxamýri, þar skiitast vegir og okkar landafræðiþekk-
ing búin. Ekki einu sinni okkar ágæti bílstjóri hefur
konrið að Uxahver. Bíllinn er stöðvaður og við lítum
út, sjáum þá vörpulegan pilt, sem er að smala, köllum
í hann og spyrjum til vegar. Hann er hinn vingjarnlegasti
og leysir úr vandræðum okkar. — Síðan er lialdið upp
Reykjalrverfi, sem er dálítið dalverpi, liggur hærra en
Aðaldalur, og bygðin er einsett bæjaröð með liárri og
grösugri lilíð lengst suður í land. Vegurinn er blautur og
erfiður svo stórum bíl, enda mest moldargötur. Ysti
bærinn í Hverfinu eru Skörð Ófeigs, nú býr þar austfirsk-
ur bóndi, en ekki getum við sjeð hann.
Þegar komið er að Þverá, er vegurinn orðinn svo vond-
ur, að við búumst við á hverri stundu að verða að snúa
aftur, en fyrir sjerstakan dugnað Jóa gengur ferðin vel
að Hveravöllum. — Það var heldur ekki amalegt að koma
að Hveravöllum, sólin var að brjótast gegnum skýin, setti
regnbogann yfir þveran dalinn og heitur gufumökkur
lagði upp frá hlaðvarpanum, sem yljaði loftið. — Á Hvera-
völlum eru miklar byggingar: Gróðurhús, nýbýli og sund-
laugin fræga, sem ungmennafjelag Reykjahverfis hefur
reist fyrir fáum árum, og notað er sem samkomuliús, er
þá vatninu hleypt úr og sundlaugarbotninn orðinn að
danspalli- en það var mjer sagt, að heldur þætti heitt að
dansa þar. — Þarna er líka baðstofa fyrir gigtveikt fólk. —
Nú er farið að liugsa fyrir máltíðinni. var fiskibolludós-
um stungið ofaní snarpheitan sandinn rjett hjá einum
livernum, hvílík þægindi! — Lítill lækur utan við túnið
er glóðvolgur, samt förum við lteim með kaffikönnuna
að fá á hana heitt vatn, því við óttumst brennisteins-
bragðið. Það var líka gaman að koma inn og sjá eldhúsið.
Eldavjelin steypt stórt hella með innmúruðum 6 mis-
munandi stórum pottum, hitað upp með hveravatni eins
og alt húsið. — Jeg gat ekki annað en hugsað til fyrri
kynslóða, sem búið hafa á þessum auðuga stað í óhituðum