Hlín - 01.01.1949, Page 114
112
Hlín
beina, sem lerðlúnir koma af fjallgörðunum. — Þegar
austur á heiðina kemur, skellur á kafþykk þoka, sem
byrgir alla útsýn, en nú er okkur sama, við erum orðnar
syfjaðar og látum okkur dreyma, enda spýtir nú Jói í,
sem kallað er. Við kippumst til í sætunum og stundum
liggur við, að skotthúfan verði eftir í lofti bílsins.
Þegar komið er austur á heiðarenda, ljettir þokunni,
gyllir þá morgunsólin vötn og skóga Hjeraðsins.
Þannig var heimkoman. — Brátt skiljast leiðir. —
Að endingu sendum við Kaupfjelagi Hjeraðsbúa bug-
lieilar þakkir fyrir þá aðstoð, sem það veitti okkur við að
fara þessa ferð. Einnig bílstjóranum góða. Þegar við leggj-
um upp í næstu ferð, viljum við áreiðanlega kjósa okkur
þennan bíl og þennan bílstjóra.
Geirólfsstöðum í Skriðdal veturinn 1947.
Jónína Benediktsdóttir.
JEG ÓSKA OG VONA
Jeg óska að öllum líði vel í vetur
og vona að allir hafi nægan yl,
og alt, sem gert er gangi miklu betur,
en gengið hefur margoft hingað til.
í betri heimi lýðir lifa megi,
þar lán og friður krýni sjerhvern dag,
og kærleiksverkum fjölgi dag frá degi
og drotni kristið alheims bræðralag.
V. J. Guttormsson
Lögberg, 25. des. 1947.