Hlín - 01.01.1949, Side 116
114
Hlín
senda þeim góða menn og vel færa til að bera á milli
bróðurorð, auka kynnin og efla kærleiksböndin.
Jeg hefi einnig notið mikilla. og að mjer finst óverð-
skuldaðra vinsælda hjer heima á þessu ári. Jeg stend í
mikilli þakkarskuld við fjölda stofnana og einstaklinga,
sem hafa sýnt mjer vinsemd og heiður. — Það yrði of
langt mál að telja þá alla, en jeg finn mjer skylt að minn-
ast sjerstaklega safnaðanna í Útskála- og Staðarpresta-
köllum, og þakka þeim ljúfa samvinnu á árinu, og fyrir
stórar og höfðinglegar gjafir, sem fólkið þar syðra hefur
borið mjer og konu minni.
Þegar jeg fór að vestan, lofaði jeg að koma aftur betri
prestur og betri íslendingur en jeg áður var. — Ekki veit
jeg hversu kann að takast með efndir að því er fyrra atrið-
ið snertir, en á hinu síðara leikur enginn vafi. — Þó hefur
það verið einkar fróðlegt að eignast Jrað viðhorf til kirkju-
legra mála, sem hjer ríkir, og kynnast mörgum af hinum
ágætu og vel mentuðu prestum landsins, og öðrum á-
hugamönnum um málefni kirkjunnar .— Jeg er sann-
færður um það, að kirkjan á miklu djúptækari ítök í
hjörtum fólksins hjer, en alment er talið. — Kristindóm-
urinn er órofaþáttur í skapgerð íslendinga hvar í heimi
sem þeir dvelja, og vissulega mun kirkjan lifa og blessa
þessa þjóð í framtíð sem í fortíð.
Jeg hefi oft verið spurður: „Hvernig líst Jrjer á fsland
nú?“ Jeg svara hiklaust: „Mjer hefur altaf litist vel á ís-
land, en aldrei betur en nú.“ — Að vísu er landið sjálft
altaf eins, en viðhorf mannsins breytist, eftir aldri og
reynslu. — Það er dásamleg og ógleymanleg reynsla að
koma heim til íslands, eftir tuttugu og fimrn ára fjarvist'
og mæta öðrum eins viðtökum og við höfum notið hjer.
— Jafnvel æskustöðvarnar birtast í nýju ljósi: Fjöllin eru
blárri, fjarvíddin hreinni, og vötnin tærari fyrir sjón liins
framandi manns, en hins, er heima dvelur. — Það er
meira að segja viðburður í æfi manns, sem lengi hefur
verið fjarri fósturjörð sinni, að heyra börn hinnar ís-