Hlín - 01.01.1949, Page 117
Hlín
115
lensku náttúi'u tala máli sínu, að heyra lóuna kvaka og
spóann vella. En ánægjulegast af öllu er að heyra allstað-
ar á mannamótum og í flutningstækjum allskonar, ást-
kæra ylhýra málið, íslenskuna, talaða. — Jeg hverf hjeð-
an í dag með þá sannfæring, að það er gott að vera íslend-
ingur og að eiga lijer heima. — Aldrei hefur þjóðinni lið-
ið eins vel og nú, og aldrei hefur íslensk æska verið eins
frjálsmannleg og fögur. — Vissulega hlýtur liver sá, sem
dvalið liefur hjer árlangt og liaft tækifæri til að kynnast
þjóðinni á ný, að liverfa hjeðan aftur l>etri íslendingur,
trúarsterkari en nokkru sinni fyr á framtíð föðurlands-
ins.
Föðurlandið! Hugtakið er heilagt í meðvitund fjölda
manna, einnig vestan liafs, þeirra er hjer voru aldir. —
Hversu mjög fagna þeir því ekki að fá fjettir frá föður-
landinu. — Megi hugtakið einnig verða heilagt fyrir hina
ungu kynslóð, sem á að erfa þetta land. — Mundu það
liver sem þú ert, sem hlustar á mál mitt: ,,Að þótt þú
langförull legðir sjerhvert land undir fót, bera hugur
og hjarta samt þíns heimalands mót.“ — Þótt Jrú dveljir
langvistum erlendis og margt gangi Jrjer í vil, getur þú
aldrei eignast annað föðurland. — Föðurlandið er landið,
sem feður þínir og mæður hafa helgað með lífi sínu,
starfi sínu og dauða. — Það er landið, Jrar sem móðir þín
söng vögguljóðin yfir Jajer, þar sem Iiún bað fyrir þjer
og grjet yfir þjer. — Það er landið þar sem bernskuspor
Jún liggja. og þar sem þig dreymdi hina fegurstu æsku-
drauma. Það er landið Jrar sem þú gekst lireinn og saklaus
inní töfrandi hyllingalönd framtíðarinnar. Það er landið
með fjöllum og dölum, fossandi ám og niðandi lækjum.
Það er landið, sem hafið lemur í ægilegum trylling, og
J:>ar sem lognaldan kveður sín ljúfustu vögguljóð við
ströndina. Það er landið, Jrar sem forfeðurnir hvíla í
kirkjugarðinum ,og þar sem Ji>eir, er landið byggja, munu
á sínum tíma hljóta hinstu hvíld í örmum móðurmoldar.
— Það er landið þar sem nóttin er björt eins og dagur, og
8*