Hlín - 01.01.1949, Qupperneq 122
120
Hlín
„í hljóðfalli leikandi ljóða”
,,í liljóðfalli leikandi Ijóða
lauga jeg huga minn,
og nýja kœlandi krafla
og kvikari blóðrás jeg finn."
Það er áreiðanlegt, að af liverri einni list, sem íslenska
þjóðin ann, er henni það sameiginlegast að vera ljóðelsk.
Mjög margir hafa gaman af söng, ekki eingöngu tónun-
um, heldur líka að textinn samsvari þeirn. — „Þetta er
fallegt lag og á svo vel við efnið,“ segja menn oft, og allir
þekkja, hvað það kætir og fjörgar sarnlíf manna, ef vísu
er kastað fram:
„Hittir jafnan hugskot mitt
haglega samin baga.“
Þegar talað er um kosti manna, er þeim kostinum aldr-
ei slept, ef þeir eru hagmæltir, og jafnvel þó þeir starfi
ýmislegt annað til almennings þarfa, verður mörgum það
starf þeirra hugljúfast og minnisstæðast, ef um skáldskap
er að ræða.
„Nú er Bjarna Thorarensens ekki sjerstaklega nrinst
fyrir það, að hann var í mestri tignarstöðu þeirra tíma á
íslandi, heldur fyrir það, hvílíkt ljóðskáld hann var,“ seg-
ir í sögu íslands, og sarna býst jeg að sagt verði um Hann-
es Hafstein að tveimur mannsöldrum liðnum, þó öllum
sje nú í fersku minni starf hans í þarfir landsins og tign-
arstaða hans. — Jafnvel Jón Sigurðsson, forseti, á sjer
ekki eins almenn ítök í hugum manna, eins og skáldin
okkar, og liafa þau þó mikið og vel stutt að minningu
hans með ljóðum sínum.
„Orðstýr deyr aldregi,
hveim sjer góðan getur,“
á hvergi betur við, en um skáldin okkar. Stjórnmálin fara
framhjá mörgum, upphafsmenn ýmsra góðra fyrirtækja
gleymast, nema í mannkynssögunni, en ljóðin lifa í livers