Hlín - 01.01.1949, Síða 123
Hlín
.121
manns liug. og um leið höfundur þeirra, af því þau ná til
hjartans. Oft getum við sagt, þegar við lesum eða heyr-
um Ijóðin (hve fávísar, sem við erum um annað): „Mjer
fanst sem væri hljóð til hálfs úr hjarta mínu sungið," og
þeim tökum nær Hannes Hafstein ekki síst með hinum
margbreyttu ljóðum sínum. Við höfum sjállsagt allar les-
ið kvæðin hans Hannesar, og kunnum talsvert í þeim.eig-
um þau einhverjar af okkur í bók hans, og er því óþarft
að íjölyrða um þau, en þó langar mig til að segja ykkur,
hvað rnjer þykir mest uin vert við kvæðin, það er Þróttur-
inn.
„Ef kaldur gustur um karlmann fer.
og kinnar bítur og reynir fót,
þá finnur hann hitann í sjálfum sjer
og sjálfs síns kraft til að standa mót.“
Ástarkvæðin lians eru ákveðin og heit og ádeilukvæð-
in sömuleiðis, svo maður getur trauðlega gleymt þeim t.d.
„Strikum yfir stóru orðin,
standa við þau minni reyndum,“ o. s. frv.
Það er þægilegt, þegar maður er þreyttur eða lamaður,
að lesa eða heyra hugljúf ljóð, sem minna á hvíld og ró,
en þó eru nijer enn kærari kvæðin, sem vekja með snögg-
um hressandi blæ, kvæðin sem láta rnann finria, að æ er
bót við böli, og það gera einmitt hin mörgu hvatninga-
kvæði Hannesar, t. d. „Klif í brattann“ og mörg íleiri.
Það er að mínu áliti mikið algengara hjá íslenskri al-
þýðu, að deyjðin, áhugaleysið og framkvæmdaleysið, í
einu orði sagt hugsunarleysið, geri menn andlega ósjálf-
bjarga ,fremur en svo þungt stríð við erfiðleika, að þrótt-
urinn lamist, og þess vegna er alt sem eykur okkur afl
og kraft svo dýrmætt.
Af þeim skáldum, sem jeg man eftir, eru það Hannes
og Jónas einir, sem verulega Irúa á framtíð Islands.
„Ágætust auðnan þjer upplyfti, biðjum vjer,“ segir
Bjarni, hann og aðrir óska að hún verði fögur.