Hlín - 01.01.1949, Qupperneq 131
Hlín
129
yfir fannbreiðuna. — En hjer getur legið döpur rauna-
saga á bak við. — Þessi litli bjartsýni, sólelski angi, sem
vildi reyna að þreyja og berjast gegn raunum veti'arhelj-
unnar til þess að fá notið sólar og voryndis, hann varð nú
að heyja dauðastríð sitt á snæbreiðu skammdegisvetrar-
ins, af því að einhverjum, mjer eða öðrum, hafði yfir-
sjest að veita athygli nauðum hans.
Þessir þankar mínir um snjótitlingana ýta hugsun
minni til víðara sviðs: Til andlegra lífsnauða liinna
hrjáðu mannvesalinga, sem hafa, að fjöldans dómi, gerst
brotlegir við lög og velsæmi — jeg meina þetta breysk i
og siðferðislega lamaða fólk. — Það heyrist oft þjóta í
tálknum þeirra manna, er sjálfir telja sjálfa sig siðferðls-
lega rjettlínu menn, og styrkir þykjast standa og bak-
beinir gegn freistinganna aðsókn: — Hvílíkur voði standi
af þessum siðferðislega lamaði lýð! — Þeim háska neita
jeg heldur ekki, meðan læknisaðgerðir gegn böli vesal-
ingsins fáist ekki betri nje fleiri. — Jeg held' að sannleik-
urinn sje sá, að þessi andlegi skuggahverfislýður fari of
mjög á mis við það, sem liann þráir þó og þarfnast mest,
til að geta losnað úr viðjum vandkvæða sinna: Hann
skortir utanaðkomandi hlýju, samúðina, bróðurþelið og
kærleikshugann frá annara manna sálum ,þeirra er betur
eru á vegi staddir. Þeir mega víst oft hugsa á þá leið sem
hagyrðingurinn:
„Þegar mest jeg þurfti við,
þá voru flestir hvergi
Mjer hefur oft heyrst frá útvarpi, einkum fyrir jól
hver, að vilji góðra manna standi til þess búin að veita
hlýju og handvarma þeim, er sjúkir eru og fjevana. —
Gott er það og blessað — Hitt hefur framhjá minni vit-
und farið, að þeir sem á siðferðislega glapstigu hafi vilst-
og úrhrök eru talin, eigi vængjaskjól víst hjá sálum góðra
manna, heldur hefur mjer heyrst, að steinarnir þjóti í
áttina til þeirra.
9