Hlín - 01.01.1949, Side 134
132
Hlín
þá betur eftir grasinu og fengju feitustu mjólkina úr
ánum. — Hjer heima var altaf stíjað viku eða vel það,
ef tíð var slæm. — Ef rigningartíð var á stekkjartímanum,
sjerstaklega ef kuldarigningar komu. var ánum lofað að
hafa lömbin nótt og nótt, eða þær voru hýstar í öðru
húsi.
Svo kom sjálfur fráfærnadagurinn, sem lengi var húið
að hlakka til. — Var venjulega fært frá á tímabilinn frá
28. júní til 4. júlí. — Sætt var lagi að færa frá, þegar gott
var veður, þótti mikils um vert að fá sólskin og blíðviðri
fyrsta fráfærnadag. Þessi dagur var altaf sannkallaður
tyllidagur, því þó annríki væri mikið, var altaf siður að
breyta til með mat og drykk, var það kallað fráfærnadags-
tilhald.
Klukkan 6 að morgni var risið úr rekkju og fengu all-
ir kaffi, kleinur, lummur og jólabrauð, eða annað slíkt
góðgæti. Svo voru tveir menn sendir á stekkinn til að
lileypa lömbunum til ánna, því nú áttu þau að fá að totta
mömmu sína í síðasta sinn. — Klukkan 8—9, að aflokn-
um morgunverði, lagði svo alt fólkið á stað á stekkinn. a.
m. k. þeir, sem úr bænum gátu farið, til að færa frá. —
Voru nú ærnar og lömbin rekin í rjett eða hús og lömbin
tekin frá og sett í stekkinn. Man jeg hvað við börnin
kepptumst við að ná í stærstu lömbin til að bera þau í
stekkinn, jafnvel þó þau væru okkar veiku kröftum stund-
um ofviða svo við mistum þau. — Þegar Ijúið var að tak.a
öll lömbin, voru ærnar reknar lengst inn á dal og pass-
aðar þar af tveimur karlmönnum, veittist þeim oft full-
erfitt að gæta þess að ærnar slyppu ekk út úr dalnum, svo
mikil var þráin eftir lömbunum. — Um hádegi var lömb-
unum svo hleypt út, og áttum við börnin að gæta þeirra
til kvölds. En eins og áður er sagt, gerðu þau sjaldan ann-
að þennan fyrsta dag, en hlaupa jarmandi góðan spöl frá
stekknum og til hans aftur. — Klukkan 6—7 kom svo fað-
ir okkar, og ef til vill einhver annar fullorðinn, til að
hjálpa okkur að reka lömbin lieim og liýsa j^au, áður