Hlín - 01.01.1949, Page 143
Hlín
141
fyrstu árunum starfrækti fjelagið kálgarð sem það átti,
en vegna þess hve langt var milli kvennanna og vegurinn
vondur, varð fjelagið að leggja garðinn niður. Sumar af
fjelagskonum voru búsettar við sjó, en aðrar í sveit. Eign-
aðist fjelagið þá 100 lóðaröngla- sem konur við sjóinn
báðu menn sína að leggja með lóð sinni í sjóinn, og varð
þetta dálítil tekjugrein, þangað til útgerð lagðist niður
við Kálfshamarsvík. Aftur átti fjelagið kind hjá sveita-
konunum, eða þær ljetu lamb að haustinu. En þessar
tekjur hurfu líka þegar mæðiveikin fór að drepa niður
fjeð.
Ejelagið liefur vanalega haldið eina skemtun á ári,
einnig hefur það haft kaffisölu við Tjarnarrjett á haust-
in, og hafa það verið drýgstu tekjurnar, því gott þykir
að fá kaffisopa á rjettardaginn. Rjettin stendur langt frá
bæjum, og bygðu bændur skýli við rjettina og gáfu kven-
fjelaginu. 1 staðinn hefur svo fjelagið selt jreim kaffi og
hefur verið besta samkomulag. Það liefur þótt gott að
koma inn í skýlið með gangnabitann sinn og fá kaft'i-
sopa á eftir.
Árið 1930 eignaðist fjelagið spunavjel, og fanst okkur
Jrá við vera býsna ríkar. Forstöðukona tók vjelina fyrst
á sitt heimili og lánaði henni húspláss og sá um fæði
handa spunakonunni fjelaginu að kostnaðarlausu, en
konur borguðu kaup spunakonunnar. Þetta var ómetan-
leg hjálp fyrir konurnar og spuninn líka mjög ódýr þar
sem forstöðukonan gaf bæði fæði og húsnæði. Svo þegar
enga stúlku var að fá til að spinna, var spunavjelin flutt
í skúr, sem íjelagið keypti yfir hana, og síðan hafa konur
spunnið sjálfar liver fyrir sig. Einnig á fjelagið vefstól,
sem liefur gengið milli kvennanna og hefur talsvert ver-
ið ofið á hann- bæði í flíkur og til heimilisprýði. Síðast
eignaðist fjelagið stóra prjónavjel, og var henni fenginn
staður hjá einni fjelagskonunni. Þangað liafa svo konur
farið til að prjóna. Með þessu móti hafa konur getað
prjónað fyrir sín heimili, og hafa jrað þótt mikil Jrægindi