Hlín - 01.01.1949, Page 144
142
Hlín
nú þegar ekkert er liægt að fá gert, og enginn er til að
gera neitt nema húsfreyjurnar sjálfar. Árlega munu vera
prjónaðar á vjelina á 3. hundrað flíkur. Tvívegis hefur
fjelagið haldið heimilisiðnaðarsýningu, svona til gamans,
og liafa þær hlotið góða dóma.
Árið 1942 gengum við í Samband Austur-húnvetnskra
kvenna og höfum verið í því síðan. Á síðastliðnu ári
gekst Sambandið fyrir að safna í herbergi í Hallveigar-
stöðum og gaf kvenfjelagið „Hekla“ 1000 krónur til þess.
Þetta er nú stærsta upphæðin, sem fjelagið hefur gefið,
en oft hefur það gefið smávegis til ýmsra samskota svo
sem 400.00 til Noregssöfnunarinnar o. fl.
Nú er litla Heklufjelagið að verða 20 ára, og finst okk-
ur, sem altaf höfum verið í því frá byrjun, þegar við lít-
um til baka, þá sje margs að minnast. Við höfum átt
marga ánægjustund á fundutn okkar' það hefur verið
glatt yfir þeim, og við höl'um jafnan verið hressari þegar
við fórum af fundi en þegar við komum þangað, því
samstarfið hefur altaf verið gott, aldrei hefur nokkur mis-
klíð risið eða óánægja innan fjelagsins, enda hefur þessi
fjelagsskapur blessast vel, og á nú fjelagið eignir, sem
nema 3592 krónum. Þetta er að vísu ekki mikið fje á
nútímamælikvarða, en við erum mjög ánægðar með það
og „sá hefur nóg sjer nægja lætur."
G. K.