Hlín - 01.01.1949, Page 146
144
Hlín
Skólar befja störf
Það má heita svo, að hvert einasta heimili á landinu
hafi á þessum árum beint eða óbeint samband við ein-
hvern skóla.
Á síðastliðnu hausti taldist svo til, að um 10 þúsundir
nemenda væru í skólum landsins. Það má með sanni
segja, að íslendingar eru orðnir skólagengnir menn. Af
sem áður var, þegar engir skólar voru til nema Latínu-
skólinn og Prestaskólinn.
Öll þessi skólaganga kostar mikinn tíma og mikið fje.
Ríkið þarf að leggja þungar byrðar á þegnana vegna
skólanna, en enginn telur það eftir, og það ber að þakka
og meta að verðleikum.
Islendingar eru námsmenn góðir, bæði konur og karl-
ar, og liafa sýnt sig hlutgenga hvar sem er í heiminum,
bæði í bóklegum og verklegum greinum.
Það er líka óliætt að fullyrða, að efnilegt, duglegt og
reglusamt fólk á þess nú kost að njóta mentunar í flest-
um greinum og komast þannig áfram í heiminum, sem
kallað er. Skilyrðin eru mönnum lögð upp í hendur til
framsóknar og menningar.
Einn aðalkosturinn við alla skólagöngu er, að nem-
endurnir kynnast og læra að vinna að sameiginlegum
áhugamálum, venjast á samstarf, brjóta viðfangsefnin til
mergjar í sameiningu. Sjóndeildarhringurinn víkkar
undir leiðsögn víðsýnna kennara, þekkingin eykst og
viljinn stælist.
En manngildið felst ekki aðeins í lærdómi og leikni,
það er ekki alt undir þekkingu og starfhæfni komið. —
Einnig, og ekki síður, í því að skapgerðin þroskist í góð-
leik og göfgi.
Margir kennarar líta svo á, að þeir eigi ekkert að gera
annað en kenna sína námsgrein, veita nemendunum
þekkingu, engin áhrif Iiafa til annars. — En góður kenn-