Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 10
8
Hlin
Margt hafa íslensku kvenfjelögin vel gert, það sýnir
þetta yfirlit, og óskandi væri að framhald yrði á góðri
samvinnu og auknu framtaki.
En umfram alt vill ,,Hlín“ óska þess, að íslenskum kon-
um megi takast að hafa samtök um að vernda öll þjóðleg
verðmœti sem best. — Fyrst og fremst að vernda málið og
vanda alt tal á heimilum sínum. — Halda trygð við ís-
lenska heimilishætti og venjur. — Geyma íslenskar sagnir
og fræði, það hafa konur lengi kunnað. — Halda íslenska
þjóðbúninginn í lieiðri. — Halda trygð yið íslenska rnat-
argerð. — Elafa íslenskan svip og snið á heimilum sínum.
— Geyma og virða gamla íslenska muni, það mun bygða-
söfnunum koma vel síðar meir. — Leggja stund á að við-
lialda og í heiðri hafa alla íslenska handavinnu, liverju
nafni sem nefnist, það er menningarfega mikið meira
virði heldur en allar útlendar tískur.
Fjelögin þurfa að temja sjer að rniða ekki alt við líð-
andi stund, en eiga sjer löng sjónarmið.
Nú er þess óskað, að lögin um Hjálparstúlkur á lreimil-
um, sem Alþingi er búið að samþykkja, verði íslenskum
heimilum að góðu gagni. — Það verður ekki nema kven-
ljelögin taki þarna í strenginn. Þau þurfa að velja
góða stúlku og styrkja hana til námsins. — Fngin heimilis-
hjálp liefur gefist betur en „Litlu hjúkrunarkonurnar“,
sem störfuðu í fjölmörgum sveitum og bæjum fyrir
nokkrum árum.
Þá er óskað eftir garðyrkjuleiðbeinendum og garð-
yrkjunámsskeiðum. — Kvenfjelögin þurfa að velja stúlkur
til þess náms og styrkja þær til námsins. — Hvorttveggja
{retta er mjög heillavænlegt fyrir bæi og sveitir, áhrif vel
mentaðra kvenna á heimilin eru ómetanleg.
Þess er óskað, að handavinnusýningar sjeu haldnar,
ásamt hverjum sambandsfundi,því sýningar eru mentandi
og mjög hvetjandi. — En til þessa þarf framsýni og langan
undirbúning. — Margt er til, ef vel er leitað. — Sýningin á
aðeins að vera af því, sem unnið er á heimilunum. —