Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 98
96
Hlin
Hallgrímur Björnsson, sem borið hefur hita og þunga
læknisstarfs hjer í mörg ár. — Yfirhjúkrunarkona er Jón-
ína Bjarnadóttir frá Norðfirði, mjög vel lærð kona, hjúkr-
unarkonur eru Sigurlín Gunnarsdóttir hjeðan úr bæ og
Þorgerður Brynjólfsdóttir frá Siglufirði. — Matráðskona
er Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Holti í Þistilfirði, Norð-
ur-Þingeyjarsýslu. — Prýðileg kona, og hefur hún sjer til
aðstoðar tvær stúlkur, svo eru fjórar gangastúlkur, tvær
konur við þvotta og ein vökukona. — Ráðsmaður er Theó-
dór B. Guðmundsson. — Alt er þetta ágætt fólk, og eins og
einn maður, og liefur sannarleg hepni verið nteð í vali
þess.
Sjúkrahúsið tók til starfa 4. júní 1952, síðan liafa verið
tvö hundruð sjúklingar hjer þ. 1. mars þ. á. — Þeir hafa
verið úr 13 sýslum og einn frá Danmörku.
Umhverfis lóð sjúkrahússins er steinsteyptur garður, og
liafa kvenfjelagskonurnar gróðursett mikið af trjáplönt-
um umhverfis lóðina. — Einnig saumuðu þær alt lín,
gluggutjöld og dúka og útbjuggu sængur, sem allar eru
með dún. — Frágangur er framúrskarandi fallegur og
metinn á um 15 þús. kr. og er það síst of mikið. — Miklar
og góðar gjafir hafa kvenfjelagskonur látið af hendi rakna
til hússins, fyrir utan kr. 150—60 þús. er þær ljetu í sjálfa
bygginguna, í vor söfnuðu þær 71.734 kr. — I alt hafa
safnast hjá þeim kr. 166.834.43.
Margar og góðar gjafir hafa sjúkrahúsinu borist, en of-
langt mál yrði að telja þær allar upp, en það verður gert
síðar, annaðhvort af mjer eða öðrum vinurn sjúkrahússins.
Ein er sú gjöf, sem jeg verð þó að geta um, en það er
mjög gott útvarpstæki með 32 hlustunartækjum. — Mikla
ánægju hafa sjúklingar haft af gjöf þessari, kona að nafni
Magnhildur Jónsdóttir færði sjúkrahúsinu gjöf þessa í
minningu um mann sinn, Felix Eyjólfsson, bifreiðar-
stjóra, er ljest 22. desember 1948.
Guðjón sál. Samúelsson teiknaði húsið, en yfirsmiður
var Ingimar Magnússon. — Næsta skref verður að reisa