Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 14
12
Hlin
bókasafn, sem þau geyma sem sjáaldur auga síns ,og það
þó þau sjeu ef til vill aðeins í einni kommóðuskúffu eða
gömlu kolforti frá íslandi. — Þá hafa samböndin sameig-
inlega tekið með snild og prýði á móti íslenskum konum,
sem komið liafa í heimsókn.
Það væri vel viðeigandi, að kvenfjelög lijer heima
kyntu sjer starfsemi systra sinna vestanhafs með jrví að
kaupa ársrit þeirra, það sameinar kraftana og eykur
kynni. — Bandið má með engu móti slitna.* — H. B.
Nokkrir frjettaþættir
frá fjelagsstarfsemi kvenna í nágranna-
löndum okkar.
Eins og að líkum lætur er fjelagsstarfsemi kvenna í ná-
grannalöndum okkar mjög fjölþætt og fjölbreytt. Er jjað
ekki vandalaust að taka svo margþætt efni til meðferðar,
enda verður hjer aðeins drepið á nokkur atriði, sliklað á
stóru, og aðallega minst á nokkur atriði í samtökum
kvenna hjá frændþjóðum okkar, sem eru svipuð okkar
kvennasamtökum.
Kvenfjelagasamband Norðurlanda (Nordens lmsmor-
forbund) er 34 ára gamalt, stofnað 1919 af frú Mariu
* Konunum er það að sjálfsögðu mikið að þakka, að íslenskan
heldur furðu vel velli meðal Islendinga vestra. — Þær lögðu, ekki
síður en karlmennirnir, kennarastólnum í íslenskum fræðum við
Manitoba háskóla, lið, en það mál er nú merkasta þjóðræknis-
mál okkar vestanhafs.
íslensku vikublöðin, sem konur skrifa oft í, vinna stórmerki-
legt hlutverk meðal landa vestanhafs, þau viðhalda sambandinu
við ættlandið furðanlega vel, þau eru lesin frá hafi til háfs.