Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 91
Hlin
89
nemendanna var hin sama og áður. — Skóladagarnir liðu
allt of fljótt, og fyr en okkur varði rann upp kveðjustund-
in, er skólanum lauk.
Það er augljóst, að á þessum stutta skólatíma var ekki
unt að heyja sjer yfirgripsmikla þekkingu eða lærdóm. —
Nokkurn forsmekk fengum við þó af frumatriðum þeirra
námsgreina, sem kendar voru, og ofan á þá undirstöðu,
sem þarna var lögð, reyndum við síðar að byggja, hvert
eftir sinni getu og tækifærum. — Kennarinn hafði gert
sitt besta. — Hann hafði af fádæma áhuga og fórnfýsi
haldið þennan skóla, án þess að njóta til þess styrks tir
nokkurri átt, og meira að segja lánaði liann sumum nem-
endunum kostnað þann, sem af dvöl þeirra leiddi, uns
þeir voru þcss umkontnir að greiða honum, t. d. með
vinnu sinni eða öðru. — Af brennandi áhuga sáði hann
fræum þekkingar í sálir okkar, hvatti okkur til sjálfsnáms
og dáða, tendraði í hjörtum okkar það ljós, sem endast
skyldi til að lýsa okkur um langa æfi.
Hafi ljósið daprast í meðferð okkar nemenda Sigurðar í
Felli, hafi fræin, sem hann sáði ekki borið tilætlaðan
ávöxt, er það okkar sök en ekki hans. — Um uppskeruna,
hvað mig sjálfa snertir, ber rnjer ekki að dæma. — En altaf
hafa skóladagarnir í Ystafelli verið bjartir sólskinsblettir í
endurminningu minni. — Og ætíð hef jeg minst með
virðingu og þakklæti kennarans rníns og þess veganestis,
sem jeg hlaut hjá honum, á þessari skólagöngu minni.
J'eg óska þess innilega, að börnunum, sem nú eru á sinni
löngu skólagöngu verði sú ganga eins gleðirík í minning-
unni og mjer hefur verið og er mín stutta skólaganga. —
Og að þau, þegar þeim seinna gefur sýn til baka frá háum
aldri, geti talið livern dag hennar hafa verið sjer svo nrik-
ils virði sem jeg tel mjer hvern minna skólagöngudaga.
Hollvættir Islands vaki yfir æsku jress og gefi skólunum
gæfu til að ná tilgangi sínum: Að hjálpa foreldrum til að
ala upp „starfsmenn glaða og prúða“, — skynsamt fólk og
hæft til að byggja landið okkar í bæ og sveit — með sæmd.