Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 39
Hlin
37
jörðina, svo framfleytt var um 400 fjár, fjárhús bygð
og hlöður yfir 500—600 hesta og tún ræktað, sem gaf af
sjer 700—800 bagga af töðu, og engjar að mestu orðnar
vjeltækar. — Móður minni mun ekki hafa verið það sárs-
aukalaust að flytja í burtu vorið 1945, vitandi það, að
tímans tönn mundi, eins og varð, verða öllu þessu að
grandi, og hennar mikla starf og vonir, sem tengdar voru
við þennan stað, að engu verða. — En hún treysti Guði
sínum og æðraðist því ekki. — Best sýndi hún það þó
tveiinur árum síðar, er hún með þriggja mánaða millibili
misti tvö yngstu börnin. — Er jeg færði henni lát Höskuld-
ar, yngsta sonarins, sem var búfræðingur, og hafði búið
með henni síðustu árin í Grasgeira, og lát hans kom henni
mjög á óvart, þá varð henni aðeins að orði: „Drottinn
ræður, jeg fæ þá að koma til hans fljótlega.“ — Og er hún
þrem mánuðum síðar misti Nönnu dóttur sína, sem var
kennari, en ætlaði að gifta sig þá eftir nokkra daga, þá bað
hún aðeins Guð að styrkja sig og ráðstafaði svo öllum eig-
urn dóttur sinnar hiklaust til unnustans, því þangað bjóst
hún við að látna dóttirin vildi helst að þær lentu. —
Fyrir andlát sitt, tveimur árum síðar, gaf hún Raufar-
hafnarkirkju mestallar eignir sínar til minningar um
Höskuld son sinn. — Hún trúði þá, eins og alla æfi, á al-
máttugan og algóðan Guð, þó hann hefði mikið af henni
tekið. — Hún trúði á gróðurmagn og ágæti íslenskrar
gróðurmoldar. Hún trúði á land sitt og þjóð. Hún trúði
á heiðarleik og dugnað hinna bestu manna. — Hún reyndi
af fremsta megni að kenna okkur börnum sínum að
treysta Guði og gera það eitt, sem samviskan segði okkur
að rjett væri, þá væri engu að kvíða.
Jeg ætla að draga hjer nokkrar myndir fram í dagsins
ljós, sem lýsa ef til vill best þessari góðu móður. — Þegar
jeg var sex ára, tók jeg einu sinni egg undan önd og kom
með þau heirn. Móðir mín varð þá ekki hýrleg á svipinn
og spurði mig, hvort jeg vissi ekki, að þetta væru börn
andarinnar og hennar aleiga. ,,Jeg á sjálf fjögur börn,