Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 139
Hlin
137
Kvenfjelag Svalbarðsstrandar
var stofnað 17. mars 1901. — Stofnendur voru: Snjólaug Sig-
fúsdóttir, Svalbarði, Sigríður Jónsdóttir, Breiðabóli, Elín
Grímsdóttir, Þórisstöðum, Guðný Grímsdóttir, Tungu, Guðrún
Bjarnadóttir, Garðsvík Ragnheiður Davíðsdóttir, Efri-Dálks-
stöðum og Jóhanna Guðmundsdóttir, Efri-Dálksstöðum.
Tilgangur fjelagsins var að efla samstarf og samhug kvenna,
ræða ýms þarfleg mál og koma þeim í framkvæmd, ef hægt
væri Eitt af því fyrsta var að gangast fyrir því að fá prjónavjel
í sveitina. — Einnig vann fjelagið að því, ásamt Ungmenna-
fjelaginu „Æskan“ að koma upp gróðrarstöð og lagði fram fje
til þess. — Helgi Laxdal í Tungu gaf land fyrir stöðina. — Þegar
seint gekk með vegagerð fram ströndina lagði fjelagið fram
nokkur dagsverk. — Þá lagði fjelagið fram fje til samkomuhúss-
byggingar, ásamt bindindisfjelaginu „Morgunroðinn“ og Ung-
mennafjelaginu „Æskan“.
Seinna stofnaði fjelagið minningarsjóð, og var tilgangurinn
að menn legðu í hann gjafir til minninga um látna ástvini. —
Frumkvæði að þessu hafði Anna Halldórsdóttir, Veigastöðum.
Lagði hún í hann fyrstu minningagjöfina um Eirík Halldórs-
son bróður sinn. — Á sínum tíma skal veita úr sjóðnum til fá-
tækra sjúklinga í sveitinni. — Mörg námsskeið hefur fjelagið
haft: Saumanámsskeið, matreiðslunámsskeið o. fl. — S. Þ.
Kvenfjelagið „Braulin“, Bolungarvík.
Bolungarvík telur um 700 íbúa. — Kvenfjelagið „Brautin"
starfar þar og telur 58 konur. — Aðaláhugamál fjelagsins á
undanförnum árum hefur verið að vinna að byggingu Fjelags-
heimilis í Bolungarvík og hefur fjelagið lagt fram í því skyni
85 þúsund krónur alls. Var Fjelagsheimilið tekið í notkun í apríl
s.l. og er það bæði stórt og glæsilegt, enda byggingarkostnaður
orðinn nálega 1260 þúsund krónui'. — Áætlað er að byggingin
kosti fullgerð IV2 millj. kr. Fjelagið fær þar til afnota herbergi
út af fyrir sig, þar sem það geymir eignir fjelagsins, m. a. vef-
stól. — Kvenfjelagið hefur unnið að þessu máli með miklum
dugnaði. Við höfum á undanföi'num árum annast að mestu um
veitingar í plássinu í fjáröflunarskyni, einnig höfum við komið
á leiksýningum, hlutaveltum, dansleikjum o. fl. — Þetta hefur
verið ýmsum erfiðleikum bundið, því samkomuhúsið, sem við
höfðum fyrr, var bæði lítið og Ijelegt — Kvenfjelagið saumaði