Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 141
Hlín
139
Frjettir frá kvenfjelagi í Súðavík í ísafjarðarsýslu:
Kvenfjelagið hjerna var nú að kaupa hús, sem við ætlum að
vinna í. — Við eigum stóra prjónavjel og vefstól, svo nú ætlum
við að hafa vefnaðarnámsskeið. Núna í þessum mánuði er
áformað að setja upp í einn stólinn fyrir tuskuvefnað, annan
fyrir gluggatjöld og þann þriðja fyrir borðrefla og púða. —
Vona jeg að þetta gangi alt vel. — Við leigjum húsið í vetur
fyrir skólahald, nema eldhúsið og 3 herbergi, þar á prjónavjelin
að vera og tuskuvefstóllinn, hinir eru uppi í suðurendanum hjá
mjer, þar er líka spunavjel uppsett, sem jeg og Una mágkona
mín eigum, og mega konurnar spinna á hana eftir vild, en eng-
inn hefur þegið það enn. — Ertu ekki hissa? — Þuríður, fyrver-
andi formaður okkar, ætlar að gefa fjelaginu sokkaprjónavjel,
og er það kærkomin gjöf. — Við höfum prjónanámsskeið einu
sinni á ári, og er það mjög vel þegið af konum. — Una kennir
og lánar prjónavjel, jeg lána mína vjel og nú lánaði utanfjelags-
kona okkur eina, og er það mjög fallega gert. — Þú hefðir bara
átt að sjá alt það, sem konurnar prjónuðu: Skrautprjónaðar
peysur meðal annars, röndóttar og með alla vega gerðum.
R. F.
Kvenfjelagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu.
í Sambandinu eru nú starfandi 10 fjelög.
Aðaláhugamál Sambandsins undanfarin ár hefur verið fyrir-
hugaður Húsmæðraskóli á Sambandssvæðinu. — Síðastliðið ár
hafði stjórn Sambandsins málið til meðferðar og skilaði áliti á
haustfundinum 1952. — Tillaga stjórnarinnar var samþykt. Var
hún þess efnis, að frestað skyldi um óákveðinn tíma byggingu
nýs Húsmæðraskóla. — f þess stað athugaður sá möguleiki að
koma á fót húsmæðranámsskeiðum í þeim skólaeldhúsum, sem
fyrir hendi eru á Sambandssvæðinu, en þar eru nú fjögur full-
komin skólaeldhús og hið fimta tilbúið á næstunni. — Skóla-
sjóður verði efldur áfram, en yrði nú þegar tekinn til notkunar
til styrktar fyrirhuguðum námsskeiðum. — Sambandið lítur
svo á, að það fje, er safnast hefur og safnast kann, kæmi að
tilætluðum notum á þennan hátt.
Frá Vestfjörðum.
Það var á Sambandsfundi norðlenskra kvenna, sem haldinn
var á Akureyri 1951, að samþykt var að heimila stjórn Sam-