Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 134
132
Hlin
steinhúsa. — Mót þessi hljóta að endast töluvert lengi, svo fram-
arlega að vel sje og skynsamlega farið með þau í flutningum
milli vinnustaða, smurð vel áður en þau eru notuð og hafi góða
geymslu þann tíma, er þau eru ekki í notkun.
Jeg sendi „Hlín“ ljósmynd af húsi í smíðum, þar sem þessi
umræddu mót eru notuð, ef það gæti orðið til glöggvunar fyrir
lesendur.
Stefán Sigurðsson, Gili í Svartárdal.
Frá
Kvenfjelagið „Eining" í Höfðakaupstað 25 ára.
Hinn 27. mars 1952 varð Kvenfjelagið „Eining" á Skagaströnd
25 ára. Mintist það afmælisins með hófi í samkomuhúsi staðar-
ins, þar sem fjölda manns var boðið úr kauptúninu. — Formað-
ur fjelagsins, Sigríður Guðnadóttir, rakti sögu þess í stórum
dráttum og skýrði helstu stefnu- og sjónarmið þess á liðnum
árum, og eins hvað framundan væri að starfa að á komandi
tímum. Verkefnin eru nóg og óþrjótandi.
Fjelagið var stofnað 27. mars 1927, og stóðu þá að stofnun þess
konur í hinum forna Vindhælishreppi. En fljótlega voru stofnuð
sjerkvenfjelög í sveitinni, og var þá fjelagssvæðið kaupstaður-
inn og næstu sveitabæir, og svo er enn. í fyrstu stjórn þess og
lengi framanaf voru þessar konur:
Formaður: Emma Jónsdóttir, Spákonufelli.
Ritari: Björg Karlsdóttir, Skagaströnd.
Fjehriðir: Karla Helgadóttir, Ásbergi.
Fljótlega tók vararitari fjelagsins, Björg Ólafsdóttir, Árbakka
við ritarastörfum eða þegar Björg Karlsdóttir fluttist burt af
fjelagssvæðinu. — Fjelagið hefur altaf unnið að framfara-,
menningar- og líknarmálum hjer heima fyrir og víðar. — Það
stóð fyrstu árin fyrir lestrarkenslu smábama og saumanáms-
skeiðum stúkna hjer í kaupstaðnum, meðan ekki var hjer annað
en farkensla. Og var þetta unnið að mestu endurgjaldslaust. —
Sýning var haldin hjer heima fyrir „landssýninguna11 1930 — Á
síðari árum hafa verið haldin námsskeið fyrr konur í saumum,