Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 73
Hlín
71
anlegt væri, að við gætum orðið nokkrum ungmennum
að liði á svipaðan hátt, a. m. k. væri ómaksins vert að at-
liuga, hvort slík fræðsla þyrfti að verða mjög dýr.
Jeg geri ráð fyrir að hlustendur ætlist til þess, að jeg
bendi á einhverjar færar leiðir til þess að leysa þessi mál í
okkar litla þjóðTjelagi. — Jeg skal strax taka það fram, að
jeg tel hæpið að feta algerlega í fótspor nokkurrar annarar
þjóðar, við erum svo fá og smá, að jeg tel rjettast að at-
liuga, hvort við getum ekki náð eins góðum árangri og
aðrir án eins mikils tilkostnaðar. — Eins og sakir standa
er fjárhagsafkoma okkar þannig, að jeg tel sjálfsagt að
rasa hvergi um ráð fram, og leggja ekki í neinn þann
kostnað, sem ekki er beinlínis bráðnauðsynlegur. — Eng-
um dylst, að á þessu sviði verður eitthvað að gera, og
það sem allra fyrst, en þess ber að gæta, að skólana okk-
ar vantar ýmsa þá aðstoð, sem nauðsynleg verður að telj-
ast, og er því álitamál, livort við ættuin ekki að reyna nýj-
ar slóðir, og slá tvær flugur í einu höggi, þar sem aðrir slá
eina. — Með þessu á jeg við, að við ættum að koma upp
leiðbeiningastofnun í atvinnuvali í sambandi við skóla-
sálfræðiskrifstolu, sem ekki verður að skammlausu dregið
niikið lengur að stofna í Reykjavík — Á þennan hátt tel
jeg að mætti spara b£ði húsnæði, útbúnað og vinnuafl, a.
m. k. skrifstofuhald, en um leið mætti tryggja sem allra
lífrænast samband við skólana sjálfa, sem jeg tel afar mik-
ils virði. — Þótt kennarar hafi yfirleitt litla þekkingu í
sálfræði, þá hafa þeir dýrmæta reynslu eftir niargra ára
starf, og frarn hjá þeirri reynslu skyldi síst gengið. — Danir
gera þá kröfu til skólasálfræðinga sinna, að þeir hafi kenn-
arapróf, og hafi ltent í minst 5 ár, auk þess þurfa þeir að
hafa háskólapróf í sálar- og uppeldisfræði. — Við eigum
ekki mörgum á að skipa, sem uppfylla þessi skilyrði, og
þótt reynsla Dana hafi sýnt, að kröfurnar eru síst of strang-
ar, þá tel jeg ókleyft að bíða með að hefjast handa þangað
til við eiguni nógu marga sjermentaða menn á þessu sviði.
— Til bráðabirgða tel jeg hyggilegra að fela stjórn þess-