Hlín - 01.01.1953, Blaðsíða 62
60
Hlin
Uppeldis- og fræðslumál.
Áhrif kristindómsins á heimilislífið og húsmóðurstörfin.
Erindi flutl d kirkjumóti að „Breiðabliki“ d Sandi
d Snæfellsnesi 8. júli 1951.
Kæru tilheyrendur!
Þegar jeg ljet tilleiðast að tala hjer um áhrif kristin-
dómsins á heimilislífið og húsmóðurstörfin, var mjer það
ljóst, að jeg hefði tekist á hendur töluverðan vanda, því
svo víðtæk eru þessi áhrif, að tæplega er hægt að gera
þeim full skil í stuttu erindi. — Jeg mun nú sanrt gera
tilraun til þessa frá mínu leikmanns sjónarmiði, og mun
jeg skifta þessum hugleiðingum mínum í þrjá kafla, og
tala þá fyrst um áhrif kristindómsins á heimilismyndun
og heimilislíf.
Við vitum það öll, að undirstaða hvers þjóðfjelags eru
heimilin, það varðar því miklu að sú undirstaða sje traust
og varanleg. — Eitt af þeim vandamálum, sem oft eru
rædd nú á tímum, er hin nrikla og vaxandi upplausn
heimilanna. — Það mun því nriður ekki óalgengt, að ungir
elskendur ganga í augnablikshrifningu upp að altari
Drottins, þar sem þau lofa hvert öðru ást og trygð til æfi-
loka, en eftir nokkur ár, eða jafnvel nokkra nránuði, er
heinrilið konrið í rústir vegna þess, að hjónin gátu ekki
konrið sjer saman nenra unr það eitt að gefast upp og
skilja. — I staðinn fyrir frið og hamingju situr beiskjan
eftir í hjartanu, og sje um börn að ræða í slíku hjóna-
bandi, bíða þau oftast tjón á sálu sinni að einlrverju leyti.
Það má öllum ljóst vera, að verði nrikil brögð að slíku
innan þjóðfjelagsins hlýtur það að móta þjóðlífið sjálft
nreira en æskilegt er. — Hver er orsökin að slíkunr lrarnr-
leik mannlífsins, og livað nrá hjer verða til úrbóta? —
Jeg þori að fullyrða, að í langflestunr tilfellunr er orsökin